ALLT FASTEIGNASALA kynnir í einkasölu:
Mjög fallegt, bjart og afar rúmgott 210.7 m2. 6 herbergja parhús á afar eftirsóttum stað í Holtaskólahverfi í Reykjanesbæ. Eignin er virkilega rúmgóð, og hentar vel fyrir fjölskyldur. 5 svefnherbergi eru á efri hæð. Búið er að útbúa 5. herbergið þar sem áður var sólstofa. Baðherbergi er á efri hæð og salerni á neðri hæð. Eldhús, stofa og borðstofa eru í opnu rými á neðri hæð. Frá stofu er gengið út á góðan suðurpall. Svalir eru einnig á efri hæð hússins frá sólstofu/herbergi. Bílskúr er tvískiptur en einfalt er að breyta honum til baka í upprunalegt horf. Bílskúrinn er mjög snyrtilegur, hefur hita og rafmagn. Rúmgott bílastæði fyrir framan húsið.
** FALLEG RÚMGÓÐ FJÖLSKYLDU EIGN SEM SANNARLEGA VERT ER AÐ SKOÐA **
* Nýlegir gluggar frá gluggavinum
* Nýlegar útidyra hurðar frá gluggavinum
* Skipt um þakjárn á húsi og bílskúr árið 2008
* 5 svefnherbergi
* 2 baðherbergi
* Sólskáli/herbergi endursmíðaður og einangraður.
* Rúmgóður bílskúr
* Góður suðurpallur
* Holtaskólahverfi
*** Afar fallegt, rúmgott, bjart og snyrtilegt parhús á besta stað í bænum í nálægð við fjölbrautaskóla, grunnskóla, leikskóla, verslunarkjarna, fimleikahús, fótboltahöll, íþróttahús og sundlaug.
Nánari upplýsingar og skoðunarbókanir veita:
Elínborg Ósk Jensdóttir löggiltur fasteignasali á elinborg@allt.is eða í síma 8231334
Unnur Svava Sverrisdóttir lögiltur fasteignasali á unnur@allt.is eða í 8682555
Nánari lýsing:
Neðri hæð:
Komið er inn í bjarta forstofu með gráum flísum á gólfi.
Eldhús: Hefur viðarlitaða innréttingu, gráar fílsar á gólfi.
Borðastofa/stofa: Er opin og björt. Fallegt vínil parket á gólfi í betri stofu. Útgengt á rúmgóðan sólpall.
Gestasalerni: Flísar í hólf og gólf. Salerni og handlaug.
Þvottahús: Rúmgott þvottahús með hvírti innréttingu. Geymsla er innan af þvottahúsi.
Bílskúr: Bílskúr er tvískiptur í dag en einfalt er að breyta honum til baka í upprunalegt horf. Í öðrum helmingi er í dag atvinnustarfsemi.
Sólpallur: Pallur fyrir aftan hús er góður og snýr í suður.
Garður: Gróinn og snyrtilegur.
Bílastæði: Rúmgott bílastæði.
Efri hæð:
Svefnherbergi: Fjögur góð svefnherbergi með parketi á gólfum, fataskápar í þeim öllum.
Sólstofa/herbergi: Búið er að breyta sólstofu í mjög stórt 5. svefnherbergið/vinnuaðstöðu.
Baðherbergi: Baðherbergi með flísum í hólf og gólf. Hvít baðinnrétting, baðkar og salerni.
Svalir: Svalir út frá sólstofu/herbergi.
** EIGN SEM VERT ER AÐ SKOÐA **
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
1. Stimpilgjald af kaupsamning - 0.8 % af heildar fasteignamati, 0,4% við fyrstu kaup og fyrir lögaðila 1,6% af heildar fasteignamati.
2. Þinglýsingar gjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, veðleyfi og fleira 2.500 kr af hverju skjali.
3. Lántöku kostnaður lánastofnunar – fer eftir lánastofnun hverju sinni.
4. Umsýslu gjald til fasteignasölu samkvæmt kauptilboði.
Fasteignakaupalög nr. 40/2002 leggja ríka skoðunarskyldu á kaupendur. Við brýnum því fyrir kaupendum að skoða fasteignir vel fyrir tilboðsgerð og leita sér viðeigandi aðstoðar sérfræðinga þegar ástæða þykir til.