ALLT Fasteignasala Sími 560-5500 kynnir í einkasölu glæsilegt 231 fm einbýlishús ásamt tvöföldum bílskúr í Sandgerði, Suðurnesjabæ.
Um er að ræða glæsilega, vel staðsetta eign sem hefur fengið gott viðhald í gegnum árin.
Skv. Þjóðskrá skiptist eignin í eftirfarandi: Íbúð 168 fm og bílskúr: 63 fm.
*** Getur verið laus fljótlega.
*** Vel staðsett eign í nálægð við leik- og grunnskóla og íþróttamiðstöð
*** Rúmgóður tvöfaldur bílskúr
*** Skipt um þakjárn og þakkant á húsinu 2015
*** Húsið málað að utan 2019
*** Glæsilegur skjólmikill og afgirtur garður
Falleg eign sem vert er að skoða.
Nánari upplýsingar og skoðunarbókanir veitir:
Elín Frímannsdóttir aðstoðarmaður fasteignasala – elin@allt.is S: 560-5521 / 867-4885
Anddyri: Komið er inn í flísalagt andyri með góðu skápaplássi, þaðan er innangengt í forstofuherbergi ásamt gestasnyrtingu.
Forstofuherbergi: Rúmgott með parketi.
Gestasnyrting: Flísalögð.
Sjónvarpshol: Flísalagt og rúmgott.
Eldhús: Flísalagt með eikarinnréttingu. Gott skápa og borðpláss og eru flísar á milli innréttinga.
Stofa: Rúmgóð og björt með parketi. Útgengt út á sólpall.
Hjónaherbergi: Parketlagt með fataskápum.
Barnaherbergi: Rúmgóð með parketi og fataskápum.
Baðherbergi: Rúmgott með baði og sturtuklefa. Flísar í hólf og gólf ásamt góðri innréttingu. Hiti í gólfi.
Þvottahús: Stórt rými með innréttingu fyrir þvottavél og þurrkara, góðum skáp og útgengt er út í garð.
Nánari lýsing - Bílskúr:
Tvöfaldur bílskúr. Lokuð vinnustofa inní bílskúr með geymslulofti fyrir ofan.
Snjóbræðsla í stóru rúmgóðu bílastæði. Bílskúrinn var byggður 1988.
Nánari upplýsingar og skoðunarbókanir veitir:
Elín Frímannsdóttir
Aðstoðarmaður fasteignasala
elin@allt.is
560-5521 / 867-4885
Páll Þorbjörnsson
löggiltur fasteignasali
pall@allt.is
560-5501
ALLT fasteignasala er staðsett á eftirfarandi stöðum: