ALLT fasteignasala í Grindavík – SÍMI 560-5511 kynnir Arnarhraun 6 í Grindavík. Einbýlishús á þrem hæðum með sérstæðum bílskúr ásamt sólpalli. Góð staðsetning miðsvæðis í Grindavík. Birt stærð 166,2 fm þar af er bílskúr 33,9 fm. Óskráð er rými í risi samtals 31 fm. Fjögur svefnherbergi. Tvö baðherbergi.
Upplýsingar gefur Páll Þorbjörnsson lgf í síma 560-5501 og á netfanginu pall@allt.is
Nánari lýsing:
Eignin var mikið endurnýjuð árið 2004. Gólfefni, innréttingar, bað og eldhús, plast gluggar o.fl
Eignin skiptist í:
Kjallara með inngangi, tvö svefnherbergi. Annað mjög rúmgott. Á aðalhæð er forstofa, forstofu svefnherbergi, rúmgóð stofa og borðstofa, auðvelt að bæta við svefnherbergi á kostnað borðstofu. Eldhús. Stigi niður í kjallara og stigi upp í ris. Ris er stórt opið rými með baðherbergi, fataherbergi og geymslum undir súð.
Nánari lýsing:
Forstofa með flísum, forstofu herbergi
Borðstofa, stofa og eldhús í opnu rými. Parket á gólfi. Gas eldavél. Veglegar innréttingar með marmara borðplötu.
Baðherbergi á hæð er með þvottaaðstöðu. Flísar á gólfi og vegg. Sturtuklefi aflokaður. Marmara borðplata.
Ris er opið stórt rými með gluggum á alla vega. Baðherbergi með salerni og baðkari.
Kjallari er gengið niður af miðhæð, tvö rúmgóð herbergi ásamt útgangshurð.
Bílskúr fokheldur og eftir að gera frágang á honum. Heitt og kalt vatn.
Sólpallur er fyrir framan hús.
Rétt við Grunnskóla og nálægt við þjónustu og íþróttamannvirkjum.
Allar nánari upplýsingar veitir Páll Þorbjörnsson lgf í síma 560-5501 eða á netfanginu pall@allt.is
ALLT FASTEIGNIR ehf – MOSFELLSBÆ (Þverholti 2) – REYKJANESBÆ (Hafnargötu 91) – GRINDAVÍK (Víkurbraut 62) – ALLT fyrir þig...
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
1. Stimpilgjald af kaupsamning - 0.8 % af heildar fasteignamati, 0,4% við fyrstu kaup og fyrir lögaðila 1,6% af heildar fasteignamati.
2. Þinglýsingar gjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, veðleyfi og fleira 2.500 kr af hverju skjali.
3. Lántöku kostnaður lánastofnunar – fer eftir lánastofnun hverju sinni.
4. Umsýslu gjald til fasteignasölu samkvæmt kauptilboði.
Fasteignakaupalög nr. 40/2002 leggja ríka skoðunarskyldu á kaupendur. Við brýnum því fyrir kaupendum að skoða fasteignir vel fyrir tilboðsgerð og leita sér viðeigandi aðstoðar sérfræðinga þegar ástæða þykir til..