Steinás 29, Reykjanesbær
107.000.000 Kr.
Einbýlishús
7 herb.
260 m2
107.000.000
Stofur
Herbergi
7
Baðherbergi
4
Svefnherbergi
Byggingaár
2006
Brunabótamat
96.600.000
Fasteignamat
75.650.000

ALLT FASTEIGNASALA – kynnir í einkasölu:
Virkilega rúmgott og fallegt einbýlishús við Steinsás 29, Reykjanesbæ. Eignin er skráð 260 fm. þar af er bílskúr 35.5 fm. Húsinu er í dag skipt í 4. íbúðir. Glæsileg 4. herbergja íbúð á efri hæð hússins með sér inngangi og glæsilegum útsýnissvölum með heitum potti. Stórt geymsluloft er yfir allri hæðinni. Tvær 2. herbergja íbúðir og ein stúdíó íbúð á neðri hæð hússins og í bílskúr. Lítið mál er þó að breyta eigninni aftur í stórt einbýlishús þar sem gat fyrir hringstiga er enn í plötu. 

** Frábært tækifæri fyrir þá sem annað hvort vilja stórt einbýlishús, eða búa á efri hæð hússins og leigja út íbúðir á neðri hæð**

** Seljendur skoða skipti á rað/par eða einbýlishús í ytri-njarðvík eða á nýlegu rað/par eða einbýlishús í Sandgerði **

Efri hæð: 
Samanstendur af 3. svefnherbergjum, þvottahúsi, baðherbergi, rúmgóðri stofu/borðstofu og eldhúsi. Stórar útsýnissvalir með dásamlegu útsýni yfir hafið og heitum potti. Stórt geymsluloft er yfir allri hæðinni. Efri hæð er björt, rúmgóð og hefur öll verið smekklega endurnýjuð á síðustu 2 árum.

Árið 2020 

 • Nýjar hurðar frá Birgisson 
 • Nýtt parket og nýjir fataskápar. 
 • Nýtt eldhús og ný eldhústæki 
 • Baðherbergi tekið í gegn, ný innrétting og tæki
 • Gerður var stigi upp á háaloft. Útbúið gólf þar og því breytt í gott geymslurými. 
 • Hurð færð á þvottahúsi, úr eldhúsi og inn í forstofu, 
 • Bílaplan var steypt, fyrir framan og við hlið hússins, lagnir voru lagðar fyrir hleðslustöð og útiljós 
 • Reistur var 15m2 bjálkakofi sem er út í garði
 • Rafmagnshitalögn var sett í stiga upp á aðra hæð
 • Grasþökur voru lagðar við hlið hússins 
Árið 2021 
 • Sett var upp glerhandrið en hægt er að setja ledborða í handlistann. 
 • Svalir og stigi flotað
 • Ný útiljós voru sett upp á hluta hússins
Neðri hæð: Samanstendur af einni 2. herbergja íbúð og einni stúdíó íbúð. Í 2. herbergja íbúðinni er svefnherbergi, eldhús, stofa og baðherbergi. Stúdíó íbúðin hefur alrými, eldhúsaðstöðu og baðherbergi. Sameiginlegur inngangur er í þessar íbúðir.
Bílskúr: 2. herbergja íbúð með svefnherbergi, stofu, eldhúsi og baðherbergi. Sér inngangur.

*** Ótrúlega spennandi og fallegt hús með óteljandi möguleika sem vert er að skoða***

Nánari upplýsingar:
Unnur Svava löggiltur fasteignasali s. 8682555 / unnur@allt.is
Elínborg Ósk löggildur fasteignasali s. 823-1334 / elinborg@allt.is 


Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna: 
1. Stimpilgjald af kaupsamning - 0.8 % af heildar fasteignamati, 0,4% við fyrstu kaup og fyrir lögaðila 1,6% af heildar fasteignamati. 
2. Þinglýsingar gjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, veðleyfi og fleira 2.500 kr af hverju skjali. 
3. Lántöku kostnaður lánastofnunar – fer eftir lánastofnun hverju sinni.
4. Umsýslu gjald til fasteignasölu samkvæmt kauptilboði.
 
Fasteignakaupalög nr. 40/2002 leggja ríka skoðunarskyldu á kaupendur. Við brýnum því fyrir kaupendum að skoða fasteignir vel fyrir tilboðsgerð og leita sér viðeigandi aðstoðar sérfræðinga þegar ástæða þykir til.
Senda fyrirspurn vegna

Steinás 29

Elínborg Ósk Jensdóttir
löggiltur fasteignasali, lögfræðingur