Staðarvör 5, Grindavík
51.500.000 Kr.
Parhús
5 herb.
147 m2
51.500.000
Stofur
1
Herbergi
5
Baðherbergi
1
Svefnherbergi
4
Byggingaár
1973
Brunabótamat
47.250.000
Fasteignamat
36.100.000

ALLT fasteignasala í Grindavík sími 560-5511 kynnir Staðarvör 5, birt stærð er 147.1 fm, 11 fm rými sem er forstofa og gangur óskráð. Samtals  stærð er því 158 fm. Eignin skiptist í fjögur svefnherbergi, rúmgóð stofa og eldhús, baðherbergi, stórt þvottahús og innangengur bílskúr. Tveir sólpallar, annar með heitum pott. 15 fm geymsluskúr á lóð.

Nánari lýsing:
Komið er inn í rúmgóða forstofu og er innangengt í bílskúr á hægri hönd og þar fyrir ofan er þvottahús. Gestasalerni, rúmgott svefnherbergi, stofa og eldhús samliggjandi. Afstúkað sjónvarpsrými. Þrjú svefnherbergi á herbergjagang ásamt baðherbergi. Samtals fjögur svefnherbergi.
Eignin hefur verið töluvert endurnýjuð síðustu ár.

Upplýsingar veitir Páll Þorbjörnsson lgf á netfanginu pall@allt.is eða í síma 560-5501

*** Skipt um járn á þaki 2015
*** Skólp endurnýjað 2014/2015
*** Neyslu og ofnalagnir endurnýjaðar 2014/2015
*** Skipt um rafmagnslagnir, tengla og töflu 2014/2015
*** Bílskúr endurbyggður 2017
*** Snjóbræðsla sett við inngang og verönd (ótengd) 2019
*** Baðherbergi endurnýjað 2015
*** Útihurðar og gluggar endurnýjað að hluta 2019
*** 15 fm geymsla á lóð 2017
*** Eldhúsinnrétting sett ný 2019 og stækkuð síðar.


Búið er að byggja milli bílskúrs og íbúðar þar sem forstofa er. Það rými er ekki inn í skráðum fm eignarinnar. Þetta rými er 11 fm sem bætist við stærðina 147.1 fm og eignin því 158 fm.


Aðkoma: Hellulagt er að húsinu sem og innkeyrsla að bílskúr og er hitalögn fyrir framan anddyri og undir hluta verandar (ótengt).

Forstofa: Rúmgóð forstofa með flísum á gólfi. Innangengt er inn í bílskúr og þvottahús úr forstofu.

Stofa/borðstofa:  Parketlagt gólf. Útgengt er úr stofu á timburpall á framhlið hússins sem snýr í vestur. Geymslukofi tengdur palli.

Sjónvarpshol: Parket á gólfi.

Eldhús: Stór hvít innrétting er í eldhúsi með eyju. Granít er í borðplötu á eyju en hin borðplatan er plastlögð. Uppþvottavél er innbyggð í innréttingu. Parket á gólfi. Eldhúsinnrétting stækkuð 2020

Baðherbergi: Hvít innrétting. Upphengt salerni. Baðkar með sturtuhengi. (Endurnýjað 2015)

Gestasnyrting: Upphengt salerni. Handlaug með blöndunartækjum. Flísar á gólfi.

Svefnherbergi: Svefnherbergin eru fjögur og er eitt þeirra frammi við forstofu en hin þrjú eru á svefnherbergisgangi. Parket er á gólfum. Góður skápur er á svefnherbergisgangi gengt svefnherbergjum.

Þvottahús: Flotað gólf. Innrétting.

Bílskúr: Tveir inngangar, annar frá gangstíg og hinn innan frá íbúð. Möguleiki að gera íbúð í bílskúr. 

Lóð: Lóðin er frágengin og lokuð alveg hringinn. Tyrtur blettur. Góður smáhýsi/geymsluskúr um 15fm er á lóðinni. Pallur er að framanverðu og einnig að baka til og þar er heitur pottur (skel).

Fylgdu okkur á facebook
https://www.facebook.com/fasteignasolur/
https://www.facebook.com/Pall.thorbjornsson.fasteignasali/

ALLT FASTEIGNIR – MOSFELLSBÆ (Þverholti 2) – REYKJANESBÆ (Hafnargötu 91) – GRINDAVÍK (Víkurbraut 62) .... allt fyrir þig
Kostnaður kaupanda:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0.8% af heildarfasteignamati.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, veðleyfi o.fl. kr 2.500 af skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar – Fer eftir lánastofnun hverju sinni.
4. Umsýslugjald til fasteignasölu, kr. 50.000 auk vsk. sbr. kauptilboð.
Fasteignakaupalög nr. 40/2002 leggja ríka skoðunarskyldu á kaupendur. Við brýnum því fyrir kaupendum að skoða fasteignir vel fyrir tilboðsgerð og leita sér viðeigandi aðstoðar sérfræðinga þegar ástæða þykir til.
Senda fyrirspurn vegna

Staðarvör 5

Páll Þorbjörnsson
löggiltur fasteignasali