Funalind 11, Kópavogur
55.200.000 Kr.
Fjölbýlishús
4 herb.
99 m2
55.200.000
Stofur
1
Herbergi
4
Baðherbergi
1
Svefnherbergi
3
Byggingaár
1998
Brunabótamat
36.750.000
Fasteignamat
45.750.000

ALLT FASTEIGNASALA – S: 560-5515 / kynnir í einkasölu: SELD MEÐ FYRIRVARA UM FJÁRMÖGNUN
Mjög góða eign á vinsælum stað í Kópavogi. Eignin er 99 fm með sér geymslu og sameiginlegri vagna og hjólageymslu. Suðursvalir útfrá eldhúsi og stofu. Eignin er björt og rúmgóð, nýmáluð að innan, þrjú góð svefnherbergi eru í eigninni, baðherbergi, samliggjandi stofa og eldhús ásamt þvottahúsi innan íbúðar. Innihurðar eru nýlegar.


Lýsing:
* Eldhús, borðstofa og stofa eru í opnu rými með útgang á góðar suðursvalir. Eldhús hefur hvíta eldhúsinnréttingu og flísar á gólfum.
* Þrjú rúmgóð og björt svefnherbergi og parketi á gólfum. Þvottahús er inni í íbúðinni.
* Sér geymsla fylgir íbúðinni á neðstu hæð ásamt sameiginlegri hjóla- og vagnageymslu. Rúmgott bílastæðaplan fyrir gesti.
* Íbúðin er nýlega máluð að innan.
* Nýjar innihurðar.

Vinsæl og góð staðsetning, í nálægð við skóla, matvöruverslanir, íþróttamannvirki, góð útivistarsvæði, apótek og bakarí og Smáralind í stuttri fjarlægð.
Eignin er í góðu ástandi, nýmáluð og falleg.


Frekari upplýsingar veitir Elínborg Ósk lfs í síma 823-1334 og á elinborg@allt.is og Unnur Svava Sverrisdóttir, löggiltur fasteignasali á unnur@allt.is og í síma 8682555

Nánari lýsing :
Forstofa: Komið er inn í góða forstofu með góðum hvítum klæðaskáp, forstofa flísalögð.
Stofa: Opin, björt, parket á gólfum, útgengt út á góðar suðursvalir.
Eldhús/borðstofa: Falleg hvít eldhúsinnrétting, flísar á gólfum, opið við borðstofu og stofu.
Baðherbergi: Flísalagt í hólf og gólf, salerni, baðkar og sturta ásamt góðri, viðarlitaðri vaskinnréttingu.
Hjónaherbergi: Rúmgott með fataskápum og parketi á gólfi.
Barnaherbergi: Eru tvö, bæði björt og þokkalega rúmgóð með parketi á gólfum.
Þvottahús: Inni í íbúð.
Geymsla: Sérgeymsla fylgir eigninni á jarðhæð sem og sameiginlega vagna- og hjólageymsla.
Garður: Stór sameiginlegur garður.

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna: 
1. Stimpilgjald af kaupsamning - 0.8 % af heildar fasteignamati, 0,4% við fyrstu kaup og fyrir lögaðila 1,6% af heildar fasteignamati. 
2. Þinglýsingar gjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, veðleyfi og fleira 2.500 kr af hverju skjali. 
3. Lántöku kostnaður lánastofnunar – fer eftir lánastofnun hverju sinni.
4. Umsýslu gjald til fasteignasölu samkvæmt kauptilboði.


Fasteignakaupalög nr. 40/2002 leggja ríka skoðunarskyldu á kaupendur. Við brýnum því fyrir kaupendum að skoða fasteignir vel fyrir tilboðsgerð og leita sér viðeigandi aðstoðar sérfræðinga þegar ástæða þykir til.
Senda fyrirspurn vegna

Funalind 11

Elínborg Ósk Jensdóttir
löggiltur fasteignasali, lögfræðingur