Faxabraut 27, Reykjanesbær
20.000.000 Kr.
Fjölbýlishús
3 herb.
95 m2
20.000.000
Stofur
1
Herbergi
3
Baðherbergi
1
Svefnherbergi
2
Byggingaár
1957
Brunabótamat
30.000.000
Fasteignamat
24.700.000

ALLT fasteignasala í Reykjanesbæ kynnir Faxabraut 27 íbúð 0202. Um er að ræða 3ja herbergja íbúð á 2. hæð. Tvær íbúðir eru á hæðinni ásamt á hæðinni er geymsla fyrir þessa íbúð og í rými 0502. Birt stærð íbúðar er 95 fm.

Eignin er staðsett miðsvæðis í Reykjanesbæ, stutt í verslun, þjónustu, sund, heilsugæslu og skóla.

Búið er að stúka af 3ja svefnherbergið í stofu, með léttum vegg og skáp sem opið er að ofan í stofu. Léttur veggur er inn að sér geymslu á hæð.

Nánari upplýsingar
Sameiginlegur stigagangur með teppi og hjólageymslu. Íbúðin skiptist í forstofu / gang, eldhús, stofu með afstúkuðu herbergi, baðherbergi, hjónaherbergi með útgengni út á svalir og barnaherbergi.

Íbúðin er í klæddu fjölbýli. Húsið er eitt hús þ.e.a.s Sólvallargöta 38 & 40 sem og Faxabraut 25 & 27

Nánar um eignina:
Anddyri / gangur með flísum á gólfi
Stofa með flísum á gólfi 
Eldhús með eldhúsinnréttingu, háf, ofni og helluborði. Flísar á gólfi. 
Hjónaherbergi með eldri dúk á gólfi, útgengi út á svalir
Herbergi rúmgott með flísum á gólfi 
Baðherbergi með baðkari flísar á gólfi og veggjum.
Geymsla er á stigapalli íbúðar en í risi hússins er geymsla merkt 0502 opin og er skráð 5 fm. Ekki er búið að stúka af geymslurými í risi.

Íbúðin er í lélegu ástandi og þarfnast mikils viðhalds. Ofnalagnir þarfnast endurnýjunar. Rofar og tenglar þarfnast endurnýjunar. Rakaskemmdir eru í horni eins herbergis. Allar innihurðir þarf að endurnýja. Eldhús- og baðherbergisinnréttingu þarf að endurnýja. Endurnýja þarf öll gólfefni. Endurnýja þarf öll blöndunartæki í eldhúsi og baði. Í lofti baðherbergis eru rakaskemmdir.  Yfirfara þarf ofna og ofnalagnir, neysluvatnslagnir og raflagnir.  Athygli er vakin á því að seljandi hefur ekki búið í eign og þekkir því ekki ástand hennar. Seljandi mælir sérstaklega með að eignin sé skoðuð með fagmönnum og að lagnir séu myndaðar. Ekki er vitað um ástand heimilistækja. 

Fyrir frekari upplýsingar veitir Páll Þorbjörnsson lgf í síma 560-5501 / netfanginu pall@allt.is

ALLT fasteignasala – MOSFELLSBÆ (Þverholt 2) REYKJANESBÆ (Hafnargötu 91) - GRINDAVÍK (Víkurbraut 62)
Kostnaður kaupanda:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0.8% af heildarfasteignamati.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, veðleyfi o.fl.kr 2.500 af skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar – Fer eftir lánastofnun hverju sinni.
4. Umsýslugjald til fasteignasölu, kr. 50.000 auk vsk. sbr. kauptilboð.
Fasteignakaupalög nr. 40/2002 leggja ríka skoðunarskyldu á kaupendur. Við brýnum því fyrir kaupendum að skoða fasteignir vel fyrir tilboðsgerð og leita sér viðeigandi aðstoðar sérfræðinga þegar ástæða þykir til. 
Senda fyrirspurn vegna

Faxabraut 27

Páll Þorbjörnsson
löggiltur fasteignasali