Fjarkaland , Hella
10.900.000 Kr.
Lóð / Jarðir
2 herb.
19 m2
10.900.000
Stofur
1
Herbergi
2
Baðherbergi
1
Svefnherbergi
Byggingaár
2010
Brunabótamat
0
Fasteignamat
9.780.000

ALLT fasteignasala kynnir í sölu: Fjarkaland, 7,71 hektara landspilda úr landi jarðarinnar Norður-Nýjabæjar í Þykkvabæ.
Landið er eignarland ásamt 29m2 sumarhúsi. Lóðin býður upp á fjölmarga möguleika til uppbyggingar, kjörið fyrir hestafólk. 

Nánari lýsing:
Um helmingur landsins er gróinn með lágvöxnu kjarri.
Sumarhús stendur á lóðinni sem mælist 29m2 eftir stækkun. Í því er eldhúsinnrétting, salerni og kamina.
Um er að ræða frábært land fyrir hestamenn, gott beitiland fyrir hross sem hefur verið afmarkað með skurðum. Tvö afgirt hestagerði.
Skipulag leyfir stækkun upp að 40m2 eða byggingu sumarhúss allt að 60m2.
Byggja má einbýlishús allt að 150m2 að stærð og vinnustofu allt að 150m2 og gróðurhús allt að 25m2.

Landið er afgirt og hlið inn á svæðið. Ekkert rafmagn er á lóðinni en lögn við aðalveg. 
Ekki er kalt vatn á lóðinni. Að sögn seljanda er Hitaveita á leiðinni frá Hellu. Möguleiki að bora eftir köldu vatni.

Stutt er í alla þjónustu á Hellu.


Nánari upplýsingar veita:
Páll lgf. í síma 560-5501 / pall@allt.is 
Ásta María í síma 560-5507 / asta@allt.is


Kostnaður kaupanda:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0.8% af heildarfasteignamati.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, veðleyfi o.fl. kr 2.500 af skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar – Fer eftir lánastofnun hverju sinni.
4. Umsýslugjald til fasteignasölu, kr. 50.000 auk vsk. sbr. kauptilboð.
Fasteignakaupalög nr. 40/2002 leggja ríka skoðunarskyldu á kaupendur. Við brýnum því fyrir kaupendum að skoða fasteignir vel fyrir tilboðsgerð og leita sér viðeigandi aðstoðar sérfræðinga þegar ástæða þykir til.

 
Senda fyrirspurn vegna

Fjarkaland

Páll Þorbjörnsson
löggiltur fasteignasali