ALLT - fasteignasala í Reykjanesbæ kynnir í einkasölu: Súlutjörn 13.
Falleg fjögurra herbergja íbúð á 1.hæð í Innri Njarðvík ásamt nýlegum sólpalli. Byggingarár 2006. Birt stærð 113 fm.
Í íbúðinni eru þrjú svefnherbergi, baðherbergi, þvottarhús og geymsla.
**Eignin er í göngufæri við Akurskóla og leikskólana Akur & Holt**
**Í göngufæri við Krambúð, hárgreiðslustofu og sjoppu**
Nánari lýsing:
Forstofa: Gráar flísar á gólfi, góður skápur, millihurð.
Eldhús: Eikar innrétting með innbygðri uppþvottavél, gráar flísar á gólfi.
Stofa: Björt í opnu rými samhliða eldhúsi. Parket á gólfi. Útgengt á rúmgóðan suður sólpall.
Baðherbergi: Flísar á gólfi og veggjum að hluta, upphengt salerni, baðkar með sturtu og handklæðaofn. Eikar innrétting.
Hjónaherbergi: Mjög rúmgott. Parket á gólfi. Tvöfaldur fataskápur úr eik.
Herbergi: Barnaherbergi eru tvö og bæði mjög rúmgóð með parket á gólfi, fataskápar í þeim báðum.
Þvottahús: Gráar flísar á gólfi, hvít borðplata og vaskur. Pláss fyrir bæði þvottavél og þurrkara. Hvítar hillur á veggjum.
Geymsla: Innangengt úr þvottarhúsi. Flísar á gólfi og hillur á veggjum.
Sólpallur: Nýlegur 37 fm. sólpallur sem snýr í suður. Útgengt af palli út í garð.
Útigeymsla og hjóla/vagna geymsla í sameign fylgir eigninni. Geymslurnar deilast með efri íbúðinni
Nánari upplýsingar veita:
Dísa Edwards / 863-6608 / disae@allt.is
Páll Þorbjörnsson lgf. / 698-6655 / pall@allt.is
Kostnaður kaupanda:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0.8% af heildarfasteignamati.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, veðleyfi o.fl. kr 2.500 af skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar – Fer eftir lánastofnun hverju sinni.
4. Umsýslugjald til fasteignasölu, kr. 50.000 auk vsk. sbr. kauptilboð.
Fasteignakaupalög nr. 40/2002 leggja ríka skoðunarskyldu á kaupendur. Við brýnum því fyrir kaupendum að skoða fasteignir vel fyrir tilboðsgerð og leita sér viðeigandi aðstoðar sérfræðinga þegar ástæða þykir til.