Vallargata 6, Vestmannaeyjar
34.900.000 Kr.
Sérhæð
3 herb.
149 m2
34.900.000
Stofur
1
Herbergi
3
Baðherbergi
1
Svefnherbergi
2
Byggingaár
1949
Brunabótamat
45.740.000
Fasteignamat
33.700.000

ALLT FASTEIGNIR, Eldey Vestmannaeyjum, Goðahrauni 1 – SÍMI 481-1313 KYNNA
Vallargötu 6  í Vestmannaeyjum.  Upplýsingar gefur Dísa Kjartansdóttir í síma 861-8901 disa@allt.is 

Lýsing:

Um er að ræða einkar bjarta og skemmtilega þriggja herbergja íbúð með stórum og góðum bílskúr mjög miðsvæðis í Vestmannaeyjum.  Eignin er byggð úr steypu árið 1949 og skiptist þannig að íbúðin er 106,4 og bílskúrinn er 43 fm.  Samtals er eignin því 149,4 fm.  Sólstofan er 17,9 fm. og svalirnar eru að auki 25,1 fm.  Búið er að klæða  eignina að utan með viðhaldsléttri klæðningu, skipt var um glugga og sett nýtt járn á þakið um 2002 -2005.   Íbúðin var einnig tekin mikið í gegn að innanverðu árið 2006.  Skipt var um einhverja veggi, innihurðar, gólfefni og nýir skápar settir undir súðina ásamt því að baðherbergið var endurnýjað og flísalagt í hólf og gólf.  Búið er að skipta um frárennslislagnir út í götu frá baðherberginu.  Stofan er rúmgóð með borðstofu og setustofu, þaðan eru dyr út í sólskála og þá eru tveir sólpallar, annar stór sem snýr í suðaustur og hinn minni sem snýr í suðvestur.  Frábært útsýni er úr íbúðinni. 

Anddyri, flísar við útidyrahurð, fatahengi. 

Góður teppalagður stigi er uppí íbúðina. 
Eldhús,
hvít innrétting sem lítur vel út, skipt um fyrir einhverjum árum.  Flísar á gólfi.  Flísar á milli skápa.    
Stofa/sjónvarpsstofa/borðstofa.  Parket á gólfi.  Tvöföld hurð út í sólhús og  þaðan út á sólapall.   Stofan er rúmgóð.     
Baðherbergi, flísalagt í hólf og gólf.  Sturtuklefi.  Rúmgóð hvít innrétting.  Þakgluggi.    
Herbergi 1, bjart, stór gluggi.  Mjög rúmgóðir innbyggðir skápar undir súð.  Stór fataskápur er einnig í herberginu.  Parket á gólfi.   
Herbergi 2, parket á gólfi.     
Kjallari
Þvottahús, sameiginlegt þvottarými og geymslur eru í kjallara.   Kjallarinn er heldur hrár.  
Bílskúr, bílskúrshurðaropnari.  Rafmagn og hiti.  Epoxý á gólfi.  Virkilega fínn skúr með rúmgóðri geymslu innst í skúrnum,       
Vatnsgjald er 23.909 á ári.  

Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.Fasteignakaupalög nr. 40/2002 leggja ríka skoðunarskyldu á kaupendur. Við brýnum því fyrir kaupendum að skoða fasteignir vel fyrir tilboðsgerð og leita sér viðeigandi aðstoðar sérfræðinga þegar ástæða þykir til.

 
Senda fyrirspurn vegna

Vallargata 6

Arndís María Kjartansdóttir lfs
löggiltur fasteignasali