ALLT fasteignasala, Þverholti 2, kynnir í einkasölu gott verslunar- og þjónusturými á jarðhæð við Vesturgötu 53 í Reykjavík.
Samkvæmt fasteignayfirliti er rýmið 72,8 fm. Það er með mikilli lofthæð og gæti það nýst vel sem vinnustofa, gallerý, skrifstofa eða verslun.
Góð og eftirsótt staðsetning miðsvæðis í Reykjavík.
Nánari upplýsingar og skoðunarbókanir veitir:
Páll Þorbjörnsson - löggiltur fasteignasali á pall@allt.is eða í síma: 560-5501
**** TVEIR INNGANGAR að framanverðu gera möguleika að skipa upp innraskipulagi í tvö rými
**** Tilvalið fyrir léttan iðnað, verslun, o.fl
**** Einbýlishús að Vesturgötu 53 er í eigu sama aðili og hægt að kaupa báðar eignir saman
**** Laust við kaupsamning
Húsnæðið er eitt stórt opið rými með tveimur útidyrahurðum. Gengið er inn frá Vesturgötunni og snúa gluggar í átt að henni. Inn af opna rýminu er snyrting.
Geymslan sem er staðsett aftast í húsnæðinu er viðbygging og er hún ekki séreign verslunarhúsnæðissins, heldur er hún ósamþykkt séreign einbýlishússins að Vesturgötu 53.
Húsnæðið þarfnast viðhalds. Það hefur verið í útleigu og hefur húsnæðið aldrei verið í notkun af seljanda. Seljandi og fasteignasala mælir sérstaklega með því að það sé skoðað með fagmönnum.
*** Seljandi er einnig eigandi af einbýlishúsi sem staðsett er hliðina á, innangengt að aftan. Áhugsamir geta gert tilboð í báðar eignirnar.
Nánari upplýsingar og skoðunarbókanir veitir:
Páll Þorbjörnsson - löggiltur fasteignasali á pall@allt.is eða í síma: 560-5501
ALLT fasteignasala – MOSFELLSBÆ (Þverholti 2) - REYKJANESBÆ (Hafnargötu 91) - GRINDAVÍK (Víkurbraut 62) – VESTMANNAEYJUM (Goðahrauni)
Kostnaður kaupanda:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi 0,4 - 0,8% hjá einstaklingum og 1,6% hjá lögaðilum af heildarfasteignamati.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, veðleyfi o.fl.kr 2.500 af skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar – Fer eftir lánastofnun hverju sinni.
4. Umsýslugjald til fasteignasölu, kr. 50.000 auk vsk. sbr. kauptilboð.
Fasteignakaupalög nr. 40/2002 leggja ríka skoðunarskyldu á kaupendur. Við brýnum því fyrir kaupendum að skoða fasteignir vel fyrir tilboðsgerð og leita sér viðeigandi aðstoðar sérfræðinga þegar ástæða þykir til.