ALLT fasteignasala, Ármúla 4-6 sími 5605500 kynnir í einkasölu 5204 fm sumarhúsa- og eignarlóð við Kerhraun B 123 Grímsnesi.
Heitt og kalt vatn er komið að lóðarmörkum, ásamt rafmagni.
Lokað svæði með rafmagnshliði (stjórnað með síma).
Kerhraun er sumarbústaðahverfi í Grímsnesi norðan við Kerið.
Svæðið er vel skipulagt og staðsetning mjög góð. Leiksvæði fyrir yngri kynslóðina stutt frá.
Öflugt sumarhúsfélag er á svæðinu og samstaða mikil, sjá nánar á www.kerhraun.is
Akstursfjarlægð frá Reykjavík er um 45 mínútur.
Við afsal verður kaupandi meðlimur í félagi lóðareiganda á svæðinu.
Inntaksgjöld eru ógreidd.
Seljandi er tengdur starfsmanni fasteignasölunnar fjölskylduböndum.
ALLT fasteignasala – Reykjavík (Ármúla 4-6) - REYKJANESBÆ (Hafnargötu 91) - GRINDAVÍK (Víkurbraut 62) – VESTMANNAEYJUM (Goðahrauni)
Kostnaður kaupanda:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi 0,4 - 0,8% hjá einstaklingum og 1,6% hjá lögaðilum af heildarfasteignamati.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, veðleyfi o.fl.kr 2.500 af skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar – Fer eftir lánastofnun hverju sinni.
4. Umsýslugjald til fasteignasölu, kr. 50.000 auk vsk. sbr. kauptilboð.
Fasteignakaupalög nr. 40/2002 leggja ríka skoðunarskyldu á kaupendur. Við brýnum því fyrir kaupendum að skoða fasteignir vel fyrir tilboðsgerð og leita sér viðeigandi aðstoðar sérfræðinga þegar ástæða þykir til.