**** Eignin er seld með fyrirvara um fjármögnun****
ALLT FASTEIGNIR – Fasteignasala Suðurnesja S: 560-5515 kynnir í einkasölu:
Mjög fallegt og rúmgott mikið endurnýjað raðhús við Klettás 14 í Reykjanesbæ. Eignin er 130,6 fm og þar af er bílskúr 24.2 fm. Eignin er björt og vel skipulögð. Nýlegt fallegt harðparket er á öllu húsinu. Þrjú rúmgóð svefnherbergi eru í húsinu. Nýleg glæsileg eldhúsinnrétting með innbyggðum ísskáp og uppþvottavél, opið er inn í borðstofu/stofu. Útgengt er frá stofu út á sólpall. Baðherbergi er nýlegt með gráum flísum, dökkri innréttingu, upphengdu salerni og baðkari. Mjög rúmgóð geymsla sem breytt hefur verið í fataherbergi. Þvottahús er rúmgott með flísum á gólfi, innangengt frá þvottahúsi í bílskúr. Forstofa er flísalögð. Mjög stórt hellulagt bílaplan fyrir framan hús.
** Húsið hefur allt verið endurnýjað nýlega á afar smekklegan hátt**
** Góð staðsetning**
Eldhús: Falleg dökk innrétting með eyju. Harðparket á gólfi. Innbyggður ísskáður og uppþvottavél.
Hjónaherbergi: Harðparket á gólfi, fataskápur.
Barnaherbergi: Harðparket á gólfi, fataskápur.
Barnaherbergi: Harðparket á gólfi.
Geymsla/fataherbergi: Harðparket á gólfi.
Baðherbergi: Grár flísar á gólfi, dökk innrétting, baðkar og upphengt salerni.
Stofa/alrými: Afar rúmgott og bjart. Harðparket á gólfi.
Bílskúr: Góður bílskúr, innangengt frá þvottahúsi.
Þvottahús: Þvottahús er rúmgott, flísar á gólfi.
Bílaplan: Stórt hellulagt bílaplan fyrir framan hús.
Lóð: Rúmgóð lóð þar sem auðveldlega er hægt að stækka pall að aftan.
***Afar falleg og vel skipulögð eign sem nýlega hefur verið endurnýjuð á smekklegan hátt, á góðum stað í Reykjanesbæ sem sannarlega er vert að skoða ***
Nánari upplýsingar og bókanir í skoðun veitir Elínborg Ósk lfs. í síma 823-1334 og á netfanginu elinborg@allt.is.
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
1. Stimpilgjald af kaupsamning - 0.8 % af heildar fasteignamati, 0,4% við fyrstu kaup og fyrir lögaðila 1,6% af heildar fasteignamati.
2. Þinglýsingar gjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, veðleyfi og fleira 2.500 kr af hverju skjali.
3. Lántöku kostnaður lánastofnunar – fer eftir lánastofnun hverju sinni.
4. Umsýslu gjald til fasteignasölu samkvæmt kauptilboði.
Fasteignakaupalög nr. 40/2002 leggja ríka skoðunarskyldu á kaupendur. Við brýnum því fyrir kaupendum að skoða fasteignir vel fyrir tilboðsgerð og leita sér viðeigandi aðstoðar sérfræðinga þegar ástæða þykir til.