ALLT FASTEIGNIR, Eldey Vestmannaeyjum, Goðahrauni 1 – SÍMI 481-1313 KYNNA
Áshamar 65, 2hh. í Vestmannaeyjum. Upplýsingar gefur Dísa Kjartansdóttir í síma 861-8901 disa@allt.is
Lýsing:
Um er að ræða rúmgóða og töluvert mikið endurnýjaða íbúð á annarri hæð til hægri í Áshamri 65. Eignin er 85,9 fm. að stærð, þar af er geymsla 5,8 fm. og hlutdeild í sameign en þar af er snyrtilegt og rúmgott sameiginlegt þvottahús. Svalir eru 5,5 fm. Þá er verið að klára viðamikla viðgerð á sameign, búið er að skipta um alla glugga, setja nýja póstkassa, nýjar dyrabjöllur í sameign og verið er að lagfæra hana enn frekar. Þá er búið að sprunguviðgera alla blokkina og var hún máluð síðasta sumar. Nýlegt þak og þakkassi er á húsinu. Íbúðin sjálf er virkilega fín og sæt, búið er að skipta um gólfefni og setja harðparket á allt nema baðherbergið sem er flísalagt. Nýir gluggar í stofu sem og svalahurðin. Búið er að skipta um alla tengla og eru ný tæki í eldhúsinu. Geymsla í kjallara er rúmgóð með hillum. Þá er mjög gott útsýni úr stofunni út að Smáeyjunum. Gott bílastæði er fyrir framan húsið. Eignin er einkar þægileg í alla staði, búið að gera helling fyrir eignina sem og sameignina sem er mikill kostur.
Anddyri, nýtt harðparket á gólfi. Fatahengi.
Hol, nýtt harðparket á gólfi.
Eldhús, eldri innrétting, nýlökkuð hvít. Ný tæki. Flísar á milli skápa. Nýtt harðparket á gólfi.
Stofa/borðstofa, stór og björt. Nýtt harðparket á gólfi.
Baðherbergi, flísar á gólfi og hluta veggjanna. Baðkar, gler við sturtu. Góður geymsluskápur. Ljósaspegill
Herbergi 1, hjónaherbergi. harðparket á gólfi. Stórir góðir skápar.
Herbergi 2, harðparket á gólfi.
Geymsla, steypt gólf, hillur. Gluggi.
Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.Fasteignakaupalög nr. 40/2002 leggja ríka skoðunarskyldu á kaupendur. Við brýnum því fyrir kaupendum að skoða fasteignir vel fyrir tilboðsgerð og leita sér viðeigandi aðstoðar sérfræðinga þegar ástæða þykir til.