Staðarhraun 1, Grindavík
44.900.000 Kr.
Einbýlishús
5 herb.
187 m2
44.900.000
Stofur
1
Herbergi
5
Baðherbergi
1
Svefnherbergi
4
Byggingaár
1959
Brunabótamat
52.380.000
Fasteignamat
35.600.000

ALLT - Fasteignasala Suðurnesja Grindavík– SÍMI 560-5511 KYNNIR Staðarhraun 1 í Grindavík. Einbýlishús á tveim hæðum með sérstæðum bílskúr. Góð staðsetning miðsvæðis í Grindavík. Birt stærð 187,9 fm þar af er bílskúr 41,6 fm. Eignin hefur verið nýverið bolluð og múruð að utan þannig að ný veðurkápa er komin á húsið. Eldhús var tekið í gegn fyrir 6 árum síðan. 

Upplýsingar gefur Páll Þorbjörnsson löggiltur fasteignasali í síma 698-6655  og á netfanginu pall@allt.is eða á skrifstofu okkar í verslunarmiðstöðinni.

Nánari lýsing:
Eignin skiptist í tvær hæðir ásamt bílskúr. Komið er inn í forstofu og þaðan inn á bjartan gang sem tengir herbergi og fjölskyldurými saman. Tvö svefnherbergi eru á hæðinni en þriðja herbergið er í dag notað sem sjónvarpsherbergi. Björt og rúmgóð stofa og borðstofa. Eldhús var endurnýjað fyrir um 6.árum síðan. Búið er að endurnýja rafmagn og töflu í húsinu nýlega. Heimastjórnunarkerfi frá Gira. Hægt er að komast upp í ris gegnum fellistiga, sem er í dag óinnréttað. Jarðhæð er innangeng frá íbúðinni og skiptist í rúmgott þvottahús ásamt fjórða svefnherberginu. Útgengni er út frá jarðhæð. Stór endalóð, með góðum sólpalli, rafmagnspottur er á palli. Rúmgóður bílskúr byggður árið 1983. Köld geymsla undir stiga.


Nánari lýsing:

Miðhæð:
Forstofa með flísum á gólfi
Stofa/borðstofa rúmgóðar samliggjandi stofur með nýlegu parketi á gólfi. 
Eldhús innrétting og tæki 6.ára gömul.
Svefnherbergi: eru tvö á aðal hæð, ásamt sjónvarpsrými sem auðvelt er að gera aftur að herbergi og fjórða herbergið á jarðhæð.
Baðherbergi með flísum á gólfum og veggjum ásamt viðar innréttingu. Baðkar og sturtuhengi.

Jarðhæð
Gengið niður frá gangi, þar er þvottahús ásamt svefnherbergi. Útgengni er frá Jarðhæðinni.

Bílskúr: 41.6 fm. Heitt og kalt vatn ásamt rafmagni. 

Bílaplan með möl, steypt stétt að inngangi .Lóð tyrfð, ásamt sólpalli og heitum rafmagnspotti. 

Nánari upplýsingar veitir:
Páll Þorbjörnsson lgf.
698-6655
pall@allt.is

Eða á skrifstofu okkar að Víkurbraut 62 í Grindavík. Persónuleg þjónusta. Við sýnum allar eignir.

ALLT FASTEIGNIR – REYKJAVÍK – GRINDAVÍK - REYKJANESBÆ - VESTMANNAEYJUM.
Fylgdu okkur á facebook/fasteigansolur
Kostnaður kaupanda:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0.8% af heildarfasteignamati.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, veðleyfi o.fl. kr 2.500  af skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar – Fer eftir lánastofnun hverju sinni.
4. Umsýslugjald til fasteignasölu, kr. 50.000 auk vsk.  sbr. kauptilboð. 
Fasteignakaupalög nr. 40/2002 leggja ríka skoðunarskyldu á kaupendur. Um er að ræða eldri eign. Við brýnum því fyrir kaupendum að skoða fasteignir vel fyrir tilboðsgerð og leita sér viðeigandi aðstoðar sérfræðinga þegar ástæða þykir til.
Senda fyrirspurn vegna

Staðarhraun 1

Páll Þorbjörnsson lfs
löggiltur fasteignasali