Gerðavellir 1, Grindavík
45.900.000 Kr.
Raðhús
5 herb.
171 m2
45.900.000
Stofur
1
Herbergi
5
Baðherbergi
2
Svefnherbergi
4
Byggingaár
1979
Brunabótamat
55.760.000
Fasteignamat
38.450.000

ALLT FASTEIGNIR fasteignasala suðurnesja kynnir Gerðavelli 1. Eignin er skráð samkvæmt Þjóðskrá 171,3 fm raðhús. Íbúðarhluti um 139,5 fm og bílskúr 31,8 fm. Húsið stendur á stórri 721 fm hornlóð. Gluggar hafa verið endurnýjaðir á framhlið og bakhlið eignarinnar sem og járn hefur verið endurnýjað.
Eignin skiptist forstofu, forstofusalerni, og rúmgott svefnherbergi sem eru í raun tvö herbergi sameinuð í eitt. Sjónvarpsrými. Rúmgóð stofa, eldhús og aflokuð geymsla. Svefnherbergjagangur með tveim svefnherbergjum og baðherbergi. Útgengni út á sólpall frá hjónaherbergi. Á sólpalli er heitur pottur og innangengt í bílskúr.

Aðkoma: Malarborin innkeyrsla. Rúmgóð bílastæði.
Anddyri: flísar á gólfi og gestasalerni.
Gestasalerni: Flísalagt, létt innrétting nýleg ásamt salerni.
Sjónvarpshol parket á gólfi
Stofa og borðstofa rúmgóð með stórum gluggum sem gefa góða birtu. 
Eldhús: Flísar á gólfi. Hvít innrétting. Geymsla byggð úr léttum veggjum er milli stofu og eldhúss sem í dag er búr/geymsla
Baðherbergi: Flísar á gólfi. Eldri innrétting. Baðkar og sturtuklefi. 
Svefnherbergi: eru upphaflega fjögur en eru í dag þrjú, auðvelt að vera með fjögur svefnherbergi á ný. Skápar í hjónaherbergi. 
Þvottahús: Nýlegt innrétting er í þvottahúsi, útgengni út á bílastæði. 
Bílskúr: með heitu og köldu vatni og rafmagni. 
Sólpallur: með nýlegu dekki að hluta, heitur pottur.

Eignin er vel staðsett í Grindavík, milli Grunnskóla, rétt við leikskóla. Stutt í öll íþróttamannvirki. Verslun og þjónusta hinum megin við götuna. Eign sem bíður upp á mikla möguleika.

Allar nánari upplýsingar og tímabókanir veitir Páll Þorbjörnsson lgf á netfanginu pall@allt.is og í síma 6986655


Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0,8% af heildarfasteignamati hjá einstaklingum. (Sé um fyrstu kaup að ræða er stimpilgjald af kaupsamningi 0,4%)
2. Stimpilgjald af kaupsamningi - 1,6% af heildarfasteignamati hjá lögaðilum.
3. Þinglýsingagjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, veðleyfi o.fl. 2.500 kr. af hverju skjali.
4. Lántökugjald lánastofnunar - sjá heimasíður lánastofnanna.
5. Umsýslugjald til fasteignasölu 62000. kr. m.vsk.

Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Fasteignasalan vill skora á væntanlega kaupendur að kynna sér vel ástand fasteigna fyrir kauptilboðsgerð og leita til þar til bærra sérfræðinga um nánari skoðun.  
Senda fyrirspurn vegna

Gerðavellir 1

Páll Þorbjörnsson lfs
löggiltur fasteignasali