ALLT FASTEIGNIR, Eldey Vestmannaeyjum, Goðahrauni 1 – SÍMI 481-1313 KYNNA
Áshamar 65, 2.h.v. í Vestmannaeyjum. Upplýsingar gefur Dísa Kjartansdóttir í síma 861-8901 disa@alltfasteignir.is
Lýsing:
Um er að ræða mikið endurnýjaða, nýtískulega og bjarta endaíbúð á annarri hæð til vinstri í fjölbýlishúsi í Vestmannaeyjum. Um er að ræða íbúð í aftari Áshamarsblokkinni í stigagangi nr. 65 sem er næst Hamarsskólanum. Fín bílastæði eru beint fyrir framan alla blokkina. Eignin var byggð úr steypu árið 1980. Eignin er í heild sinni 86,6m2 og þar af er íbúðin sjálf 79,7m2 og geymslan er 6,9m2. Þessi stigagangur er næst Hamarsskólanum. Sjálfstætt starfandi húsfélag er í þessum stigagangi. Stór sameiginleg lóð er vestanmegin við fjölbýlishúsið. Fjölbýlishúsið var viðgert og málað í fyrra sumar og lítur eignin vel út að utan Búið er að skipta um alla glugga í sameigninni, endurnýja póstkassa sem og dyrasímana. Íbúðin hefur verið mikið endurnýjuð á síðustu tveimur árum. Baðherbergið var endurnýjað í hólf og gólf 2017-2018. Bætt var við nýjum skápum í eldhús og öll tæki endurnýjuð, sem og borðplötur og vaskur, ásamt blöndunartækjum. Búið er að skipta um neðri skápa sömuleiðis í eldhúsinu. Þá eru nýir fataskápar í hjónaherberginu. Svalir voru nýlega flísalagðar. En íbúðin samanstendur af tveimur svefnherbergjum, baðherbergi með góðri sturtu og rúmgóðri stofu með svölum til vesturs. Þá er sérgeymsla í kjallara, einnig sameiginleg stór geymsla og sameiginlegt þvottahús.
Íbúðin er virkilega nútímaleg og smart, gólfefni og litir eru t.d. allir í takt við tímann, íbúðin var öll máluð í mars síðastliðinum og hafa endurbætur tekist vel til. Íbúðin er laus strax.
Anddyri, flísar á gólfi.
Hol/gangur, flísar á gólfi.
Eldhús, hvít innrétting með nýjum svörtum efriskápum. Ný tæki. Parket á gólfi.
Stofa/sjónvarpsstofa, parket á gólfi. Hægt að ganga út á svalir er snúa í vestur. Flísar á svölum. Nýr gluggi og svalahurð.
Herbergi 1, parket á gólfi. Nýir skápar, stórir.
Herbergi 2, parket á gólfi.
Baðherbergi, sturta sem gengið er beint inní, góð innrétting og hár skápur. Innrétting fyrir þvottavél og þurrkara. Flísalagt í hólf og gólf.
Þvottahús, er í kjallara í sameiginlegu þvottahúsi. Sameign er mjög snyrtileg. Búið er að skipta um póstkassa og verið er að fara að skipta um útidyrahurð og glugga í sameigninni.