Herjólfsgata 6, Vestmannaeyjar
32.900.000 Kr.
Tví/Þrí/Fjórbýli
5 herb.
125 m2
32.900.000
Stofur
2
Herbergi
5
Baðherbergi
2
Svefnherbergi
3
Byggingaár
1958
Brunabótamat
39.000.000
Fasteignamat
23.900.000

ALLT FASTEIGNIR, Eldey Vestmannaeyjum, Goðahrauni 1 – SÍMI 481-1313 KYNNA
Herjólfsgötu 6 í Vestmannaeyjum.   Upplýsingar gefur Dísa Kjartansdóttir í síma 861-8901 disa@allt.is 

Lýsing:
Um er að ræða íbúð á tveimur hæðum í steyptu einbýlishúsi rétt við miðbæinn í eyjum.  Eignin er samtals 125,9m2 að stærð en er í raun töluvert stærri þar sem að hluti íbúðarinnar er undir súð.   Eignin er byggð úr steypu árið 1958.  Eignin telur rúmgóða forstofu, steyptur stigi uppá miðhæðina.  Þar er einkar björt, mjög rúmgóð og heillandi stofa.  Stórt svefnherbergi þar sem hægt er að ganga út á ca. 60 fm. sólpall sem er frábær viðbót við eignina, að auki er komin sér styrking undir pallinn fyrir heitum potti.  Þá er baðherbergi með sturtu og eldhús á hæðinni.  Einnig eru huggulegar svalir í austur fyrir morgunsólina.  Steyptur stigi er einnig uppí risið, þar er búið að skipta út öllum lögnum, ofnum, loftum og veggjum og allt hefur verið endurnýjað þar.  Tvö afar rúmgóð herbergi eru í risinu ásamt nýstandsettu baðherbergi með sturtu og nýir þakgluggar eru einnig í risinu ásamt nýju gólfefni.  Öll gólfefni hafa verið endurnýjuð nema á anddyri og einu baðherbergi, þar sem þau voru nýleg við kaup núverandi seljenda.  Eignin lítur vel út að utan og hefur verið vel hugsað vel um hana.  Húsið er nýlega málað að utan.  Hússjóður er í húsinu.  Skipta þarf út einhverjum gluggum á miðhæðinni og fjórir nýir gluggar fylgja með húsinu við sölu.  Einungis á eftir að setja þá í.  Möguleiki er á að byggja bílskúr við eignina.  Búið er að endurnýja skólp og rafmagnstöfluna.   

Anddyri, flísar á gólfi.  Fatahengi.  Rúmgott.  
Gengið er upp steyptan stiga, rúmgóður, bjartur.  

Gestasnyrting, vaskur, salerni, gluggi.  Flísar á gólfi. 
Eldhús, hvít innrétting, filmuð.  Plastborðplata.  Flísar milli skápa. Harðparket.  
Stofa, nýlegt harðparket á gólfum.  Engir þröskuldar eru á hæðunum tveimur.  Rúmar bæði borðstofu og stofu.  Fallegur bogagluggi.  Útsýni yfir garðinn.   
Herbergi 1, harðparket, skápar.  Gengið út á 60m2 svalir/sólpall.    
Baðherbergi/gestasalerni, rúmgóð sturta, nett innrétting, gluggi.  
Gengið er upp steyptan stiga í risið.  
Herbergi 2, harðparket á gólfi.  Mjög rúmgott.  Búið að lyfta kvistunum á efri hæðinni.  

Herbergi 3, harðparket á gólfi.  
Baðherbergi, sturta, flísar á gólfi.  Gluggi.  Nett innrétting.  Allt nýtekið í gegn.  
Þvottahús, opið, harðparket á gólfi. 
 

Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.Fasteignakaupalög nr. 40/2002 leggja ríka skoðunarskyldu á kaupendur. Við brýnum því fyrir kaupendum að skoða fasteignir vel fyrir tilboðsgerð og leita sér viðeigandi aðstoðar sérfræðinga þegar ástæða þykir til. 
Senda fyrirspurn vegna

Herjólfsgata 6

Arndís María Kjartansdóttir lfs
löggiltur fasteignasali