Leynisbrún 9, Grindavík
51.900.000 Kr.
Einbýlishús
5 herb.
184 m2
51.900.000
Stofur
1
Herbergi
5
Baðherbergi
1
Svefnherbergi
4
Byggingaár
1980
Brunabótamat
60.450.000
Fasteignamat
44.450.000

ALLT Fasteignasala í Grindavík – SÍMI 560-5511 KYNNIR Leynisbrún 9 Hlýlegt og fallegt einbýlishús á einni hæð með verðlauna garði. Húsið er 147,2 m², ásamt 37,7 m² bílskúr eða alls 184,9 m², lóðin er sérlega stór eða 896 m² en húsið stendur á mjög góðum og skjólsælum stað.Upplýsingar gefur Palli Þorbjörns löggiltur fasteignasali í síma 698- 6655 / 560-5511  pall@alltfasteignir.is.
Við húsið er einnig góður sólpallur með skjólveggjum og heitum potti. Í húsinu eru 3 svefnherbergi, möguleiki á því fjórða þar sem sjónvarpshol er í dag, eldhús og rúmgóð borðstofa, falleg stofa þar innaf, baðherbergi, þvottahús og forstofa. Húsinu hefur verið vel við haldið og tveir eigendur verið að húsinu frá því það var byggt 1980. 

Nánari lýsing:

Aðkoma:
Bílaplan: stórt og malbikað, hellulögð stétt að inngangi.

Forstofa: mjög rúmgóð og falleg með flísum á gólfi og góðum skápum. Panelklæddir veggir.

Hol: komið er inn úr forstofu inní opið, stórt og rúmgott hol í miðri íbúð, gegnheilt parket á gólfi sem flæðir inn svefnherbergisgang sem og inn í eldhús. Úr holinu er gengið út á sólpall og einnig er opið inní sjónvarpshol úr holinu. Þar er auðvelt að gera 4.svefnherbergið.

Sjónvarpshol: Á teikningu var gert ráð fyrir svefnherbergi þarna og er lítið mál að breyta því þannig að svo sé. Gegnheilt parket er á gólfi.

Eldhús:  eldhús er með gegnheilu parketi á gólfi. Eyja er í eldhúsi en þar er eldavél og er þar einnig
grill við hlið eldavélarinnar, Auka vaskur og blöndunartæki eru í eyjunni líka. Innréttingin er úr
ljósum gegnheilum viði og sést lítið á henni.

Stofa: stofan er glæsileg og mikill klassi yfir henni. Mjög fallegur maghogany viður er bæði í lofti
og veggjum og er hvítt fallegt teppi á gólfi. Hægt er að loka stofu af frá eldhúsi  með fallegum
magogany hurðum með gleri.

Baðherbergi: Baðkar og sturtuklefi eru í baðherberginu  og er sturtuklefinn með rakvörðum plötum. Veggir við baðkarið eru flísalagðir en þar fyrir ofan er mjög falleg viðarklæðning. Góð innrétting er í rýminu með halogenlýsingu fyrir ofan vaskana sem eru tveir, einnig er lýsing yfir sturtuklefa.

Hjónaherbergi: dúkur er á gólfi en harðviðarklæðning er bæði í lofti og veggjum. Skápur sem er laus fylgir herberginu.

Barnaherbergin: barnaherbergin eru 2 möguleiki á 3ja barnaherberginu. Gegnheilt parket er á gólfum og panelklæddir veggir.

Þvottahús: Er mjög gott með góðum hvítum innréttingum og flísum á gólfi. Hvítar loftaþiljur eru í lofti. Lítið geymsluloft. Þvottavél og þurrkari eru í vinnuhæð og er þvottahúsið mjög smekkegt og notendavænt. Útgengt úr þvottahúsi og góðar snúrur stutt frá.

Bílskúr: Rúmgóður bílskúr með geymslulofti yfir hluta skúrsins. Málað gólf, hiti, rafmagn og vatn. Bílskúrshurð með opnara. Einnig er gönguhurð í bílskúrínn og góðar innréttingar með vaski.

Lóð: Í bakgarði er stór sólpallur með skjólveggjum og heitum potti. Garðurinn er gróinn og fallegur og sérlega stór. Villtur gróður að hluta en einnig falleg grasflöt og trjárunnar. Garðurinn er einnig með talsverði hellulögn sem er sérlega falleg og mikið í lagt, stígar og torg sem og vandaðir hleðsluveggir úr Óðalssteini frá BM Vallá. Algjör sælureitur. Húseigendur fengu viðurkenningu Grindavíkurbæjar 2008 fyrir fallegan garð.

Eignin getur verið laus um miðjan September 2020Við sýnum allar eignir.
ALLT FASTEIGNIR – REYKJAVÍK (Ármúla 2-4) – GRINDAVÍK (Víkurbraut 62) - REYKJANESBÆ (Hafnargötu 91) – VESTMANNAEYJUM (Goðahrauni)
Kostnaður kaupanda:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0.8% af heildarfasteignamati.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, veðleyfi o.fl. kr 2.500  af skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar – Fer eftir lánastofnun hverju sinni.
4. Umsýslugjald til fasteignasölu, kr. 50.000 auk vsk.  sbr. kauptilboð.
Fasteignakaupalög nr. 40/2002 leggja ríka skoðunarskyldu á kaupendur. Við brýnum því fyrir kaupendum að skoða fasteignir vel fyrir tilboðsgerð og leita sér viðeigandi aðstoðar sérfræðinga þegar ástæða þykir til.
Senda fyrirspurn vegna

Leynisbrún 9

Páll Þorbjörnsson lfs
löggiltur fasteignasali