Heiðarvegur 44, Vestmannaeyjar
26.500.000 Kr.
Parhús
4 herb.
113 m2
26.500.000
Stofur
1
Herbergi
4
Baðherbergi
1
Svefnherbergi
3
Byggingaár
1942
Brunabótamat
31.850.000
Fasteignamat
22.100.000

ALLT FASTEIGNIR, Eldey Vestmannaeyjum, Goðahrauni 1 – SÍMI 481-1313 KYNNA
Heiðarveg 44 í Vestmannaeyjum.   Upplýsingar gefur Dísa Kjartansdóttir í síma 861-8901 disa@allt.is 

Lýsing:
Um er að ræða steypt parhús, suðurenda á tveimur hæðum á mjög hentugum og þægilegum stað í Vestmannaeyjum.  Eignin er samtals 113,2m2 að stærð með 3 – 4 svefnherbergjum.  Hæðirnar eru jafn stórar, hvor hæð fyrir sig er 56,6m2.  Eignin er byggð úr steypu árið 1942.  Eignin skiptist þannig að á neðri hæð er gengið inn.  Þar eru tvö til þrjú svefnherbergi, baðherbergi með sturtu og þvottahús þar sem hægt er að ganga beint út í garð.  Stigi er uppá efri hæðina, þar sem að stofan, borðstofan og eldhúsið eru, ásamt einu svefnherbergi.  Garðurinn er stór og afgirtur.  Einnig er sólpallur vestan megin við húsið.  Innkeyrslan er frá Bessastíg.  Eignin var endurnýjuð að utan fyrir einhverjum árum.  Útveggir pússaðir og gluggar endurnýjaðir 2008.  Skipt var um járn á þaki 2016.  Þessi eign er frábær kostur fyrir handlagna.  Frágangur við einhverja glugga er eftir sem og útidyrahurð.  Góð stærð, gott verð og góð staðsetning, mjög miðsvæðis.  Mitt á milli skólanna og þá er stutt í íþróttamiðstöðina sem og bæinn.     


Anddyri, flísar á gólfi.   
Gangur/hol, flísar á gólfi. Geymsla undir stiga.    
Herbergi 1, málað gólf.  Hægt að hafa sem lítið herbergi eða vinnuherbergi.        
Herbergi 2, plastparket á gólfi.  Skápur.     
Herbergi 3, plastparket á gólfi. 
Snyrting/baðherbergi,   ágætis innrétting, sturtuklefi, flísalagt í hólf og gólf.  Gluggi er á baðinu. 
Þvottahús, rúmgott, vatnslagnir endurnýjaðar.  Útgangur í suður. 
Stigi upp á efri hæð, steyptur.  Plastparket á stiganum.  Fallegt járnhandrið. 
Herbergi 4, plastparket á gólfi.   
Eldhús, ágætis hvít innrétting.  Plastparket á gólfi.  Flísar á milli skápa. 
Stofa, plastparket á gólfi.  Mjög rúmgóð, stór og björt, snýr til vesturs.  Útsýni yfir garðinn.  Ágætis útsýni úr eldhúsi og stofu yfir fjöllin.    

Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.Fasteignakaupalög nr. 40/2002 leggja ríka skoðunarskyldu á kaupendur. Við brýnum því fyrir kaupendum að skoða fasteignir vel fyrir tilboðsgerð og leita sér viðeigandi aðstoðar sérfræðinga þegar ástæða þykir til. 
Senda fyrirspurn vegna

Heiðarvegur 44

Arndís María Kjartansdóttir lfs
löggiltur fasteignasali