Faxastígur 7, Vestmannaeyjar
41.500.000 Kr.
Einbýlishús
6 herb.
182 m2
41.500.000
Stofur
1
Herbergi
6
Baðherbergi
2
Svefnherbergi
5
Byggingaár
1913
Brunabótamat
50.810.000
Fasteignamat
33.150.000

ALLT FASTEIGNIR, Eldey Vestmannaeyjum, Goðahrauni 1 – SÍMI 481-1313 KYNNA
Faxastíg 7 í Vestmannaeyjum.   Upplýsingar gefur Dísa Kjartansdóttir í síma 861-8901 disa@allt.is 

Lýsing:
Um er að ræða einbýlishús á tveimur hæðum við skjólsæla götu á frábærum stað rétt við miðbæ Vestmannaeyja.  Eignin er samtals 182,4 m2 að stærð og er byggð úr steini, en um timburgólf er að ræða á milli hæða að einhverju leyti.  Húsið er allt klætt að utan.  Um er að ræða húsið sjálft sem er á tveimur hæðum, neðri hæðin er 74.5m2 og efri hæðin er 77.1m2, samtals 151.6m2 og bílskúr sem er 30.8m2 og er hann byggður úr timbri.   Eignin er byggð 1913 og bílskúrinn er byggður 1945.  Eignin hefur verið mikið endurnýjuð í áranna rás.  Húsið er í gömlum stíl og ótrúlega fallegt og hefur verið vel við haldið.  Miklar endurbætur áttu sér stað á eigninni fyrir nokkrum árum.  Búið er að setja einstaklega vandað parket á efri hæðina og hefur verið haldið í þann stíl sem einkennir húsið sem sést best á baðherberginu og efri hæð hússins, sem og húsinu öllu í heild sinni.  Allt húsið er einstaklega hlýlegt og fallegt.  Búið er að helluleggja í kringum húsið, garðurinn er snyrtilegur og nýsteypt girðing sem og tröppur eru Faxastígsmegin.  Hægt er að ganga að húsinu bæði frá Faxastíg sem og Hásteinsveg.  Bílskúr og innkeyrsla við húsið er frá Hásteinsvegi. Þetta er eign sem virkilega er vert að skoða og sérstaklega þá sem vilja búa í fallegu og hlýlegu húsi steinsnar frá miðbænum, sjón er sögu ríkari.      


Neðri hæð:
Anddyri, flísar á gólfi. 
Snyrting/baðherbergi.  Flísar á gólfi og að hluta til uppá veggi.  Frístandandi og einkar fallegt baðkar.  Sturta.  Nett innrétting.  Klæðning í lofti. 
Herbergi 1, harðparket á gólfi.  Klæðning í lofti.   
Herbergi 2, harðparket á gólfi.  Klæðning í lofti.   
Herbergi 3, harðparket á gólfi.  Klæðning í lofti.  Fataherbergi er inn af hjónaherbergi.   Þá er gengið beint inní þvottahúsið og þar er einnig auka salerni og vaskur.
Þvottahús, ágætis þvottahús, innrétting.  Flísar á gólfi.  Hægt að ganga beint út á snúrur. 
Bílskúr, stór og góður bílskúr með gryfju.  Heitt og kalt vatn, ofnar, rafmagn.  Bílskúrshurðaropnari.  


Efri hæð:  
Stofa, kamína.  Mjög vandað og fallegt parket á gólfum.  Timburloft. 
Eldhús, fín hvít innrétting.  Flísar milli skápa.  Flísar á gólfi.  Stórkostlegt útsýni yfir Heimaklett úr borðkrók.   
Herbergi 4, vandað parket á gólfi.  Sama og í stofu.    Klæðning í lofti.    
Herbergi 5, vandað parket á gólfi.  Sama og í stofu.  Klæðning í lofti.  Skápur. 


Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.Fasteignakaupalög nr. 40/2002 leggja ríka skoðunarskyldu á kaupendur. Við brýnum því fyrir kaupendum að skoða fasteignir vel fyrir tilboðsgerð og leita sér viðeigandi aðstoðar sérfræðinga þegar ástæða þykir til.
 
Senda fyrirspurn vegna

Faxastígur 7

Arndís María Kjartansdóttir lfs
löggiltur fasteignasali