Lerkidalur 40, Reykjanesbær
44.900.000 Kr.
Raðhús
4 herb.
117 m2
44.900.000
Stofur
1
Herbergi
4
Baðherbergi
1
Svefnherbergi
3
Byggingaár
2018
Brunabótamat
36.700.000
Fasteignamat
45.250.000

ALLT FASTEIGNIR – Fasteignasala Suðurnesja S: 560-5515 kynnir í einkasölu:
Virkilega vandað, fullfrágengið endaraðhús við Lerkidal 40, 260 Reykjanesbæ. Falleg og björt eign og vandaður frágangur, fallegt óhindrað útsýni. Þrjú rúmgóð svefnherbergi. Hjónaherbergi er með góðu innangengu fataherbergi með opnum skápum. Sérsmíðaðir klæðaskápar frá Parka eru í barnaherbergjum. Stofa, borðstofa og eldhús eru samliggjandi. Eldhústæki eru öll frá Siemens og innrétting sérsmíðuð frá Parka. Frá stofu eru dyr út á góðan sólpall. Sérsmíðaðar innréttingar og innihurðar. Innihurðar eru vandaðar og massívar, áferð hvíttuð eik frá Porta Doors. Góð geymsla er innan eignar. Vandað gólfefni er á gólfum, 12 mm harðparket með hljóðdeyfandi dúk undir. Baðherbergi er rúmgott, flísalagt í hólf og gólf, með flísalagðri sturtu, upphengdu, innbyggðu salerni og handklæðaofni. Blöndunartæki eru af vandaðri gerð. Þvottaaðstaða ásamt skolvaski er á baðherbergi.

# Stórglæsileg eign sem vert er að skoða #
# Aðeins 20 mínútur frá höfuðborgarsvæði #


Frágangur innanhúss
* Sérsmíðaðar innréttingar eru í eldhúsi og baðherbergi. Úthliðar með hnotu og hvítar, frá Parka. Ljúflokunarbúnaður á skúffum
* Með eldhúsinnréttingu fylgir innbyggður ísskápur, bakaraofn, spanhelluborð, innbyggð uppþvottavél og háfur með kolasíu. Öll heimilistæki eru frá Siemens
* Skápar eru í forstofu, hjónaherbergi og barnaherbergjum frá Parka
* Vandað harðparket og flísar á votrýmum.

* Neysluvatnslagnir úr ryðfríum efnum. Hefðbundnar ofnalagnir
* Innbyggð LED lýsing er í stofu og alrými
* Vélrænt útsog frá baðherbergi og geymslu
* Stand alone öryggiskerfi frá Securitas af nýjustu gerð fylgir eigninni. Getur virkað sem snjallkerfi

Frágangur utanhúss
* Húsið er klætt með vandaðri og viðhaldslítilli utanhússklæðningu með vönduðum timburgluggum
* Þak er klætt með AluZink, vandaðar stálrennur með hvítum niðurföllum
* Þakkantur úr bandsöguðu timbri, hvítmálaður
* Vönduð útihurð frá Porta Doors
* Lóð er hellulögð að framanverðu, timburverönd/sólpallur að aftan, lóð grasilögð

# Bókaðu skoðun #

Nánari upplýsingar veitir:
Unnur Svava Sverrisdóttir löggiltur fasteignasali
Beinn sími: 8682555
Netfang: unnur@alltfasteignir.is


Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna: 
1. Stimpilgjald af kaupsamning - 0.8 % af heildar fasteignamati, 0,4% við fyrstu kaup og fyrir lögaðila 1,6% af heildar fasteignamati. 
2. Þinglýsingar gjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, veðleyfi og fleira 2.500 kr af hverju skjali. 
3. Lántöku kostnaður lánastofnunar – fer eftir lánastofnun hverju sinni.
4. Umsýslu gjald til fasteignasölu samkvæmt kauptilboði.
 
Fasteignakaupalög nr. 40/2002 leggja ríka skoðunarskyldu á kaupendur. Við brýnum því fyrir kaupendum að skoða fasteignir vel fyrir tilboðsgerð og leita sér viðeigandi aðstoðar sérfræðinga þegar ástæða þykir til.
 
Senda fyrirspurn vegna

Lerkidalur 40

Unnur Svava Sverrisdóttir lfs
löggiltur fasteignasali