Austurhóp 31, Grindavík
55.900.000 Kr.
Einbýlishús
5 herb.
163 m2
55.900.000
Stofur
1
Herbergi
5
Baðherbergi
1
Svefnherbergi
4
Byggingaár
2006
Brunabótamat
53.390.000
Fasteignamat
45.900.000
Sjá allar myndir stórar Teikningar Senda á vin

ALLT FASTEIGNIR Fasteignasala Suðurnesja í Grindavík – SÍMI 560-5511 KYNNIR Austurhóp 31. Nýlegt Staðsteypt einbýlishús byggt af HH smíði með fjórum svefnherbergjum. Byggingarár 2006. Falleg fullgerð eign með sólpall og heitum pott. 
Upplýsingar gefur Palli Þorbjörns löggiltur fasteignasali í síma 698- 6655 / 560-5511 og á netfanginu pall@alltfasteignir.is

Nánari lýsing:
Austurhóp 31 en einbýlishús vel staðsett í barnvænni götu í Grindavík. Eignin skiptist í forstofu, forstofuherbergi, stóra stofu með uppteknu lofti og halogen lýsingu. Gangur með tveim herbergjum ásamt glæsilegu baðherbergi. Allar innréttingar eru vandaðar úr eyk frá RH-Innréttingum. Tæki frá Tengi. Gólfefni flísar og parket. Þvottahús er á milli bílskúrs og íbúðar. Í bílskúr er gott herbergi og rúmgott geymsluloft ásamt útgengni út á lóð. Húsið er staðsteypt og sallað. Um 90 fm sólpallur sunnan megin við húsið með nýjum heitum pott og tækjum. Engin byggð verður bak við húsið þar sem næst er skólalóð. Snyrtileg og falleg eign.

Forstofa með flísum og rúmgóðum skáp, ásamt forstofu herbergi.
Svefnherbergi alls fjögur svefnherbergi, þrjú svefnherbergi innan íbúðar. Eitt svefnherbergi inn af  bílskúr.
Stofa hátt til lofts. Útgengni út á ca 90fm sólpall með nýjum heitum pott.
Eldhús með góðum innréttingum frá RH - Innréttingum, nýr bakarofn. Granít á borði, borðstofa og flísar á gólfum.
Baðherbergi með sturtuklefa og baðkari. Flísar á gólfi og veggjum. Góð innrétting með granít borðplötu.
Þvottaaðstaða þvottahús milli bílskúrs og íbúðar. Skolvaskur og góðar innréttingar.
Bílskúr. Inn af bílskúr er gott svefnherbergi. Flísar á gólfum ásamt geymslulofti. Búið að stúka af „aðstöðu“ með léttum vegg í miðjum bílskúr, þar eru góðar hirslur. Bílskúrshurðaopnari ásamt hurð út á lóð.
Umhverfi: Hellulagt bílaplan með snjóbræðslu, framlóð lóð tyrfð, búið að gróðursetja 7 Aspir. Sólpallur í suður með eins árs gömlum heitum pott og stýringu. Hitaþráður til að ekki frostspryngi. Segulloki stjórnar flæði í heitan pott. Baklóð tyrfð.
Hverfið er mjög barnmargt. Stutt í grunnskóla.

Nánari upplýsingar veitir Palli Þorbjörns lögg. fasteignasali  gsm 698-6655 / 560-5511 pall@alltfasteignir.is  Persónuleg þjónusta. 
Við sýnum allar eignir.

ALLT FASTEIGNIR – REYKJANESBÆ (Hafnargötu 91) - GRINDAVÍK (Víkurbraut 62) –Reykjavík(Stórhöfða 15) -– VESTMANNAEYJUM (Goðahrauni)
Kostnaður kaupanda:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0.8% af heildarfasteignamati.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, veðleyfi o.fl. kr 2.500  af skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar – Fer eftir lánastofnun hverju sinni.
4. Umsýslugjald til fasteignasölu, kr. 50.000 auk vsk.  sbr. kauptilboð. 
Fasteignakaupalög nr. 40/2002 leggja ríka skoðunarskyldu á kaupendur. Við brýnum því fyrir kaupendum að skoða fasteignir vel fyrir tilboðsgerð og leita sér viðeigandi aðstoðar sérfræðinga þegar ástæða þykir til.

Fylgdu okkur á 
https://www.facebook.com/fasteignasolur/
https://www.facebook.com/Pall.thorbjornsson.fasteignasali/

Senda fyrirspurn vegna

Austurhóp 31

CAPTCHA code


Páll Þorbjörnsson lfs
löggiltur fasteignasali