ALLT FASTEIGNIR – Fasteignasala Suðurnesja S: 560-5515 kynnir í einkasölu:
Stórt, spennandi iðnaðarhúsnæði með mikla möguleika. Eignin stendur á eignarlandi á góðum stað við hafið í ný sameinuðu sveitarfélagi Garðs og Sandgerðis. Eignin er í heild 1058 fermetrar og hefur 3 fastanúmer. Matshluti 03 0101 hefur fastanúmerið 209-5599, er 588,3 fm að stærð, byggður 1950. Matshluti 02 0101 hefur fastanúmerið 209-5598, er 470,9 fm, byggður 1960. Matshluti 01 0101 hefur fastanúmerið 209-5597 og er skráður byggingarréttur. Eigninni fylgir einnig stór útifrystir.
Söluyfirlit veitir Unnur Svava í síma 868-2555 eða Elínborg löggiltur fasteignasali á elinborg@alltfasteignir.is eða í s:823-1334, Jóhann á johann@alltfasteignir.is eða í s: 844-8078
Eigninni hefur verið vel við haldið, er mikið flísalögð að innan og hefur hún matvælaleyfi A.
Nánari lýsing:
Eignin samanstendur af um 90fm íbúð, góðum matsal, skrifstofu, salernum, matvælavinnslusölum, lagerherbergjum, kæliherbergjum, búninga aðstöðu, eignin hefur sér borholu fyrir vatn.
* Eignarland
* Þrjú fastanúmer
* Byggingaréttur fylgir
* Snyrtileg eign
* Sér íbúð
* Góðar innkeyrsluhurðir og margir inngangar
* Eign sem hefur verið vel við haldið
* Hefur matvælaleyfi A
* Einnig mögulegt að kaupa tæki til matvælaframleiðslu
Söluyfirlit veitir Elínborg löggiltur fasteignasali á elinborg@alltfasteignir.is eða í s:823-1334, Jóhann á johann@alltfasteignir.is eða í s: 844-8078
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
1. Stimpilgjald af kaupsamning - 0.8 % af heildar fasteignamati, 0,4% við fyrstu kaup og fyrir lögaðila 1,6% af heildar fasteignamati.
2. Þinglýsingar gjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, veðleyfi og fleira 2.000 kr af hverju skjali.
3. Lántöku kostnaður lánastofnunar – fer eftir lánastofnun hverju sinni.
4. Umsýslu gjald til fasteignasölu samkvæmt kauptilboði.
Fasteignakaupalög nr. 40/2002 leggja ríka skoðunarskyldu á kaupendur. Við brýnum því fyrir kaupendum að skoða fasteignir vel fyrir tilboðsgerð og leita sér viðeigandi aðstoðar sérfræðinga þegar ástæða þykir til.