Brekastígur 37, Vestmannaeyjar
24.300.000 Kr.
Einbýlishús
7 herb.
156 m2
24.300.000
Stofur
1
Herbergi
7
Baðherbergi
2
Svefnherbergi
6
Byggingaár
1931
Brunabótamat
43.350.000
Fasteignamat
23.000.000

ALLT FASTEIGNIR, Eldey Vestmannaeyjum, Goðahrauni 1 – SÍMI 481-1313 KYNNA
Brekastíg 37 í Vestmannaeyjum.   Upplýsingar gefa Dísa Kjartansdóttir í síma 861-8901 disa@alltfasteignir.is og Halldóra Kristín Ágústsdóttir í síma 861-1105 halldora@alltfasteignir.is

Lýsing
Um er að ræða lítið en stórt einbýlishús á þremur hæðum, kjallari, hæð og ris á einum skjólsælasta stað í eyjum.  Húsið er við mjög rólega götu og með góðum garði.  Húsið er með 6 svefnherbergjum og tveim baðherbergjum.  Eignin sem er 156,1m2 er byggð úr steypu árið 1931 og er klædd með alocinki að stærstum hluta, hluti er þó timburklæddur.  Ekki er vitað með einangrun undir klæðningum.  Þá er 38,4 m2 rými óinnréttað rými undir húsi sem gengið er inní af verönd.  Aðalhæð eignar er 81,6 m2 og ris 36,1 m2, en gólfflötur er meiri, þar sem hluti eingnar er undir súð.  Þá er búið að endurnýja hluta glugga og innihurða.  Búið er að flísaleggja baðherbergi niðri, setja nýtt baðkar, vask og salerni.  Stór pallur er fyrir framan húsið og gert er ráð fyrir heitum potti í honum.  Mikill gróður er í garðinum og auðveldlega hægt að gera mjög fallegan reit þar.  Húsið er virkilega góður kostur fyrir laghenta.  Miklir möguleikar liggja í þessu húsi en það þarfnast verulegrar umhyggju og mikilla lagfæringa að innan.  Eignin er á góðum stað miðsvæðis í Vestmannaeyjum.

Aðalrými/miðhæð:
Fordyri, flísar á gólfi.  Þarfnast lagfæringar.
Herbergi 1, parket á gólfi.
Herbergi 2, parket á gólfi.
Baðherbergi,  flísaplötur í hólf og gólf.  Nýlegt hornbaðkar, nýlegt salerni, nýlegur vaskur.
Stofa, parket á gólfi.  Stór og bjartur gluggi. 
Eldhús, parket á gólfi, mjög lítil innrétting, eldavél þarfnast skoðunar.
Þvottahús, við bakdyraútgang.  Innrétting.  Veggir óklæddir.

Ris:
Herbergi 3, parket á gólfi.
Herbergi 4, mjög lítið, lágt til lofts, parket á gólfi. .
Herbergi 5, parket á gólfi.
Baðherbergi, flísar á gólfi, sturtuklefi.
Herbergi 6, parket á gólfi. Mjög stórt og rúmgott herbergi
Hol, þaðan er gengið útá litlar svalir

Kjallararými, er afar hrátt, ekkert gólf. Lúga á palli, fyrir niðurgengi í rýmið. Stigi

Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.Fasteignakaupalög nr. 40/2002 leggja ríka skoðunarskyldu á kaupendur. Við brýnum því fyrir kaupendum að skoða fasteignir vel fyrir tilboðsgerð og leita sér viðeigandi aðstoðar sérfræðinga þegar ástæða þykir til.
 
Senda fyrirspurn vegna

Brekastígur 37

Arndís María Kjartansdóttir lfs
löggiltur fasteignasali