Brimhólabraut 32, Vestmannaeyjar
44.900.000 Kr.
Einbýlishús
5 herb.
248 m2
44.900.000
Stofur
1
Herbergi
5
Baðherbergi
1
Svefnherbergi
4
Byggingaár
1955
Brunabótamat
63.010.000
Fasteignamat
33.250.000
Sjá allar myndir stórar Teikningar Senda á vin

ALLT FASTEIGNIR, Eldey Vestmannaeyjum, Goðahrauni 1 – SÍMI 481-1313 KYNNA
Vestmannabraut 9 í Vestmannaeyjum.   Upplýsingar gefur Dísa Kjartansdóttir í síma 861-8901 disa@alltfasteignir.is 
 
Lýsing:
Hér er á ferðinni frábært fjölskylduhús í botnlangagötu við eina af vinsælustu götunum í eyjum.  Eignin er  248,8m2 að heildarstærð og er á þremur hæðum en þar af er bílskúr sem er 38.7m2.   Eignin skiptist svo: aðalhæðin er 103,3m, risið er 35m2, en gólfflötur er töluvert stærri þar sem efri hæðin er að hluta til undir súð.  Kjallari er 39.1m2 og svo er bílskúr (bílskýli) 32.7m2 sem er undir pallinum að framanverðu. Þá er einnig frábær stúdíóíbúð sem var útbúin úr bílskúr frístandandi bílskúrsem er 38,7m2, en áður var þarna starfrækt daggæsla.  Þetta rými gefur mikla möguleika, en þar hefur t.d. verið rekin daggæsla og íbúðin hefur einnig verið leigð út.  Hægt er að fá aukalegar leigutekjur sem geta létt greiðslubyrgðina verulega.  Pallurinn er 28m2 fyrir framan húsið en pallurinn fyrir aftan húsið er í kringum 100m2.  Öll aðstaða á pallinum er frábær, útigrill, nægt pláss og gott skjól í flestum áttum.  Mjög flottur heitur pottur (rafmagns) sem er lítilsháttar bilaður, þarf að skipta um dælu í honum. Eignin er byggð úr steypu árið 1955 og bílskúrinn er byggður 1965.  Járn á þaki var endurnýjað fyrir nokkrum árum og skipt var um alla glugga.  Útidyrahurð er nýleg.  Húsið er klætt að utan með Íspó og þarnast klæðningin minniháttar viðgerðar sem eigendur munu klára eða slá viðgerðarkostnaðinn af verðinu, hvort heldur sem fólk vill, eigendur eru komnir með múrara sem hefur verðsett verkið.   Eignin er afar rúmgóð og björt.  Frábær sólpallur, stór garður og rúsínan í pylsuendanum er að húsinu fylgir fullbúin stúdíóíbúð með öllu og að auki með sérinngangi.  Seljendur eru komnir með leigjanda frá og með næstu mánaðarmótum ef áhugi er fyrir hendi að taka við þeim leigusamningi.  Afar stutt er í íþróttahúsið, Hamarsskólann, Barnaskólann, til Heimis tannlæknis og í allar áttir.  Virkilega skemmtileg eign á frábærum stað búin frábærum kostum sem vert er að skoða betur, sjón er sögu rikari.    
Aðalhæð:
Anddyri/hol, nýleg útidyrahurð, flisar á gólfi.  Fatahengi.    
Snyrting/baðherbergi, flísalagt í hólf og gólf. Nett innrétting.  Sturta.  
Eldhús, hvít lökkuð innrétting.  Flísar á milli skápa.  Flísar á gólfi.  Innfelld lýsing.  
Þvottahús, inn af eldhúsi.  Flísar á gólfi.  Handklæðaofn.  Útgangur út á pall og beint út á þvottasnúrur.  
Stofa/borðstofa, gegnheilt parket á gólfi.  Skemmtileg stofa með mjög fallegum bogaglugga.     
Herbergi 1, nýlegt plastparket á gólfi.  Góðir fataskápar. 
Parketlagður stigi upp í ris.
 
Ris:
Herbergi 1, nýlegt plastparket á gólfi.  Innbyggðar hillur í vegg.     
Herbergi 2, nýlegt plastparket á gólfi. Mjög rúmgott.  Þakgluggi.  Innbyggður opinn skápur.  
Opið rými, með plastparketi á gólfi.  Hægt að nýta undir sjónvarpshol.
Einnig er pláss fyrir þriðja herbergið, nýtt í dag sem gestaherbergi.
Allt loftið á efri hæðinni er nýlega klætt með hvítri klæðningu, mjög snyrtilegt.      
 
Kjallari:
Gengið er inn að norðan, sérinngangur.

Bílskúr/bílskýli, steypt gólf, hrár, en rúmgóður. Bílskúrshurðaropnari.
Geymsla, ágætis geymsla inn af bílskúr.
Herbergi, stórt herbergi er inn af bílskúr, einnig með sérinngang. Parket á gólfi.  Nýtt sem geymsla í dag.  

Bílskúr/stúdíóíbúð (skráð sem bílskúr)
Inngangur af sólpalli.  Lítið mál að breyta inngangi og hafa hann í austur.
Snyrting, nett innrétting, salerni.  Sturtuklefi í alrými.
Alrými, Eldhúsinnrétting, ofn og eldavél. Dúkur á gólfi.  

 
Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.Fasteignakaupalög nr. 40/2002 leggja ríka skoðunarskyldu á kaupendur. Við brýnum því fyrir kaupendum að skoða fasteignir vel fyrir tilboðsgerð og leita sér viðeigandi aðstoðar sérfræðinga þegar ástæða þykir til.


 

Senda fyrirspurn vegna

Brimhólabraut 32

CAPTCHA code


Arndís María Kjartansdóttir lfs
löggiltur fasteignasali