Túngata 16, Vestmannaeyjar

49.900.000 Kr.Einbýlishús
221,9 m2
7 herbergja
Margir inngangar
Herbergi 7
Stofur 2
Baðherbergi 2
Svefnherbergi 5
Ásett verð 49.900.000 Kr.
Fasteignamat 32.350.000 Kr.
Brunabótamat 55.890.000 Kr.
Byggingarár 1955

Lýsing


ALLT FASTEIGNIR, Eldey Vestmannaeyjum, Goðahrauni 1 – SÍMI 481-1313 KYNNA
Túngötu 16 í Vestmannaeyjum.   Upplýsingar gefur Dísa Kjartansdóttir í síma 861-8901 disa@alltfasteignir.is 
Lýsing:
Um er að ræða afar mikið endurnýjað, fallegt og fjölskylduvænt einbýlishús við Túngötu í Eyjum.  Eignin er 221,9 m2 að heildarstærð, þar af bílskúr 36,1 m2.   Eignin skiptist í aðalhæð og svefnálmu sem eru samtals 130,5m2, jarðhæð sem er 55m2 og að lokum bílskúr sem er innangengt í og er hann 36,1m2. Eignin er byggð úr steini árið 1955 og bílskúr árið 1965. Lóðin er óvanalega stór og góð, 842m2.  Búið er að einangra húsið allt uppá nýtt með steni klæðningu, þá er einnig búið að einangra og taka húsið mikið í geng að innan, ný gólfefni, nýir ofnar í stofu og svefnálmu, utanáliggjandi lagnir, nýjar og nýlegar útidyrahurðar í öllu húsinu en þær eru 4 talsins, þá er bílskúrshurðin nýleg.  Þá var stofan sérstaklega tekin í gegn, nýtt gólfefni, hiti í gólfi í stærstum hluta stofunnar, veggir klæddir og sandsspartslaðir, rústfrítt sérsmíðað handriði á pallinum sem snýr í norður, vatnslagnir og rafmagn nýlegt, nýr varmaskiptir, nýtt skólp út í götu, nýlega steypt innkeyrsla og hluti hennar stimplaður.  Þá er mikið búið að laga garðinn, planta trjám, slétta grasflötina, búa til pall í suður og almennt hugsa frábærlega um þessa eign undanfarin ár.  Útsýnið er afar fallegt, sést vel til fjalla sem og yfir kirkjugarðinn, en þar er einkar fallegt um að litast yfir jólin og sumartímann.  Og ekki er hárreystinu fyrir að fara hjá nágrönnunum.  Friðsælt og fallegt hverfi og draumeign í botnlanga við afar rólega og fjölskylduvæna götu.  Barnaskólinn er svo einungis steinsnar frá.  Betri eign fyrir fjölskyldur er vandfundin í Vestmannaeyjum.  

Aðalhæð: 
Anddyri, flísar á gólfi, nýlegir góðir skápar, fatahengi.
Gangur, flísar á gólfi.
Stofa, einkar rúmgóð, mjög björt og skemmtileg stofa með gluggum í suður, vestur og norður.  Mjög gott útsýni.  Nýtt harðparket á gólfi sem er einnig í svefnálmu.   Veggir klæddir og sandsparstlaðir.  Hægt er að ganga út á góðan pall sem snýr í suður og er einnig búið að fá byggingarleyfi fyrir sólhúsi.  Þá eru tveir aðrir góðir pallar sem snúa í suður, annar niðurgrafinn og mjög skjólsæll. 
Eldhús, góð innrétting, flísar á milli skápa, flísar á gólfi.  Nýbúið er að mála eldhús og stofu.  Allir gluggar eru nýlakkaðir í rýminu. 
Gengið er upp nokkrar flísalagðar tröppur í svefnálmu, en hún var nýlega máluð, gluggar lakkaðir og harðparket sett á herbergin.  Þá var settur einn nýr gluggi.  Afar snyrtilegt og smart.    
Gangur, flísalagt gólf.  Skápaeining meðfram öllum ganginum sem getur fylgt. 
Herbergi (1), nýtt harðparket á gólfi.  Nýtt sem skrifstofa í dag.  Var áður fataherbergi. 
Herbergi (2) nýtt harðparket á gólfi.
Snyrting, nett innrétting, flísar á gólfi og á veggjum.  Vantar svuntu á baðkar.   
Herbergi (3) nýtt harðparket á gólfi, skápainnrétting.
Herbergi (4) nýtt harðparket á gólfi.
 
Jarðhæð:
Gengið er niður nokkrar flísalagðar tröppur niður á jarðhæð. 
Þvottahús, steinn á gólfi.  Þarfnast einhverrar lagfæringar að litlu leyti.  Flísar geta fylgt á gólfið.   
Herbergi (5). Var nýlega innréttað sem herbergi og plastparket sett á gólf, loft klætt með hljóðeinangrandi plötum og settur skápur. 
Herbergi (6) plastparket á gólfi, ágætis skápur, loft klætt með hljóðeinangrandi plötum.  
Snyrting, salerni og vaskur, flísalagðir veggir og gólf.  Afar nett en hugguleg gestasnyrting. 
Herbergi (7) plastparket á gólfi, nýtist í dag sem geymsla.   
Bílskúr, rúmgóður bílskúr með nýlegu þaki, rafmagn, heitt og kalt vatn.  Gott steypt bílaplan fyrir utan bílskúrinn sem er stimplað að hluta.  Bæði innan- sem utangengt í bílskúrinn.  Góð geymsla inn af bílskúr og þar er hurð út í garð til suðurs. 
Bílaplan, afar rúmgott, nýlega steypt og stimplað.  

Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.Fasteignakaupalög nr. 40/2002 leggja ríka skoðunarskyldu á kaupendur. Við brýnum því fyrir kaupendum að skoða fasteignir vel fyrir tilboðsgerð og leita sér viðeigandi aðstoðar sérfræðinga þegar ástæða þykir til.

 

Kort
Sölumaður

Arndís María Kjartansdóttir lfslöggiltur fasteignasali
Netfang: disa@alltfasteignir.is
Sími: 861-8901
Senda fyrirspurn vegna

Túngata 16


CAPTCHA code