Faxastígur 8, Vestmannaeyjar
26.500.000 Kr.
Tví/Þrí/Fjórbýli
6 herb.
152 m2
26.500.000
Stofur
2
Herbergi
6
Baðherbergi
1
Svefnherbergi
4
Byggingaár
1937
Brunabótamat
40.220.000
Fasteignamat
20.750.000
Sjá allar myndir stórar Teikningar Senda á vin

ALLT FASTEIGNIR, Eldey Vestmannaeyjum, Goðahrauni 1 – SÍMI 481-1313 KYNNA
Faxastíg 8b, efri hæð og ris í Vestmannaeyjum.   Upplýsingar gefur Dísa Kjartansdóttir í síma 861-8901 disa@alltfasteignir.is 
 
Lýsing:
Um er að ræða efri hæð og ris í steinsteyptu einbýlishúsi á þremur hæðum á frábærum og skjólsælum stað sem er rétt við miðbæinn í Vestmannaeyjum.  Efri hæðin og risið er 152,4m2 og þar af er bílskúrinn 25.2m2.   Húsið var byggt árið 1937 og bílskúrinn 1976, en hann var mikið endurnýjaður nýlega, m.a. sett nýtt þak á hann og þá er bílskúrinn einangraður, með rafmagni,  heitu og köldu vatni og með gryfju.  Lóðin er 324,3m2. Eignin skiptist þannig; aðalrýmið á miðhæðinni er 72,8m2, risið er 39,m2, en mun meira rými leynist í risi, þar sem að gólfflötur er mun meiri, þar sem stór hluti eignar í risinu er undir súð. Búið er að skipta um alla ofna í risinu og er parketið nýtt sömuleiðis í risinu.  Þá er sérgeymsla undir sólpallinum sem er 15,4m2.  Frábær pallur snýr í norður og austur, ótrúlega skjólsæll og skemmtilega innrammaður af fallegum trjám. Þetta er eign sem er á afar góðu verði og á yndislegum stað sem þarfnast einhverrar lagfæringar og miðast hið lága verð við það.  Hér er um að ræða eign sem yrði tilvalin fyrir þá sem eru að leita sér að sumarbústað í eyjum eða sem fyrsta eign.  Ótrúlega rúmgott og skemmtilegt hús steinsnar frá miðbænum.    

Íbúð á miðhæð:
Anddyri, flísar á gólfi.
Stofa, ótrúlega björt og skemmtileg stofa, sem skiptist í borðstofu og stofu.  Nýlegt plastparket á gólfi.  Æðislegt útsýni úr stofunni. 
Herbergi (1) Nýlegt plastparket á gólfi, góðir skápar. 
Geymsla er undir stiga. 
Baðherbergi, nett innrétting, sturtuklefi, upphengt salerni, aðstaða fyrir þvottavél, flísar á gólfi sem og uppá miðja veggi. 
Eldhús, eldri innrétting. Flísar á gólfi. 
 
Ris:
Stiginn er teppalagður sem liggur upp í risið.
Hol í risi með teppi á gólfi.  Ágætis skápum undir súðinni.  Þá er
Geymsla undir súðinni innan við skápinn. 
Nýir ofnar og plastparket í öllu risinu. 
Herbergi (2) mjög rúmgott herbergi með nýju plastparketi á gólfi. 
Herbergi (3) fínt herbergi með nýju plastparketi á gólfi.
Herbergi (4) fínt herbergi með nýju plastparketi á gólfi. 
 
Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.Fasteignakaupalög nr. 40/2002 leggja ríka skoðunarskyldu á kaupendur. Við brýnum því fyrir kaupendum að skoða fasteignir vel fyrir tilboðsgerð og leita sér viðeigandi aðstoðar sérfræðinga þegar ástæða þykir til.
 

Senda fyrirspurn vegna

Faxastígur 8

CAPTCHA code


Arndís María Kjartansdóttir lfs
löggiltur fasteignasali