ALLT FASTEIGNIR – Fasteignasala Suðurnesja S: 560-5515 kynnir :
Fallegt einbýlishús við Baugholt 13, 230 Reykjanesbæ, fastanúmer 208-7034. Húsið er á tveimur hæðum með bílskúr, stórum grónum garði með steyptum palli á mjög vinsælum stað, í Holtaskólahverfi. Búið er að útbúa auka íbúð í hluta neðrihæðar. Heildarstærð er 398 fermetrar skv. Þjóðskrá Ísl. Auðvelt er að breyta aftur í einbýli.
# Einstök eign sem vert er að skoða #
Söluyfirlit og skoðunarbókanir hjá Páli Þorbjörnssyni löggiltum fasteignasala á pall@alltfasteignir.is eða í síma 6986655.
Nánari lýsing :
Efri hæð
Forstofa: Rúmgóð, með útskornum skápum, þaðan er innangengt í bílskúr.
Stofa: Mjög rúmgóð og björt með gólfsíðum gluggum, marmaragluggakistum og arinn. Samliggjandi eldhúsi og borðstofu. Útgengt á steyptan pall með sundlaug.
Sjónvarpsstofa og stórt barnaherbergi: gengið er niður stiga frá stofu þar er rúmgott snjónvarpsrými og stórt barnaherbergi sem skipta má í tvö.
Eldhús/borðstofa: Hvítmáluð, útskorin eldhúsinnrétting, háfur, gaseldavél.
Baðherbergi: flísalagt, með sturtu og frístandandi baðkari, hiti í gólfum, gott skápapláss, upphengt salerni.
Þvottahús: Flísalagt gólf, gott skápapláss, tengi fyrir þvottavél og þurrkara og vaskur, gott vinnuborð og þurrksnúrur, hurð út.
Hjónaherbergi: Mjög rúmgott og bjart hjónaherbergi með fataskápum og gólfsíðum gluggum. Útgengt á steyptar svalir úr hjónaherbergi.
Barnaherbergi: var áður 2 herbergi og er mjög rúmgott.
Bílskúr: Bílskúr hefur töluverða loftthæð, flísalagður, þar er fellistigi upp í geymsluloft yfir öllu húsinu.
Pallur: steyptur pallur með sundlaug sem þarfnast lagfærninga, mjög skjólgóður, stór og snýr vel gagnvart sólu.
AUKA ÍBÚÐ
Neðrihæð: gengið er inn í aukaíbúð á hlið hússins
Forstofa: rúmgóð forstofa
Stofa: lítil stofa með sjónvarps og nettenglum
Tvö svefnherbergi: svefnherbergi eru mjög rúmgóð með nettenglum
Eldhús/Borðstofa: Eldhús er mjög rúmgott með hvítri háglans innréttingu og góðu rými fyrir borðhald.
Þvottahús: Rúmgott, máluð gólf.
Baðherbergi: Hefur flísalagða sturtu og baðkar, hvít háglans vaskeining, speglaskápur og upphengt salerni, flísalagt gólf.
Garður: Gróinn, skjólgóður, grasilagður garður, vel viðhaldinn.
Votrými hafa flísar á gólfum, önnur gólf eru flotuð og máluð.
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
1. Stimpilgjald af kaupsamning - 0.8 % af heildar fasteignamati, 0,4% við fyrstu kaup og fyrir lögaðila 1,6% af heildar fasteignamati.
2. Þinglýsingar gjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, veðleyfi og fleira 2.000 kr af hverju skjali.
3. Lántöku kostnaður lánastofnunar – fer eftir lánastofnun hverju sinni.
4. Umsýslu gjald til fasteignasölu samkvæmt kauptilboði.
Fasteignakaupalög nr. 40/2002 leggja ríka skoðunarskyldu á kaupendur. Við brýnum því fyrir kaupendum að skoða fasteignir vel fyrir tilboðsgerð og leita sér viðeigandi aðstoðar sérfræðinga þegar ástæða þykir til.