Ásavegur 16, Vestmannaeyjar

TilboðEinbýlishús
273,9 m2
7 herbergja
Margir inngangar
Herbergi 7
Stofur 1
Baðherbergi 3
Svefnherbergi 6
Ásett verð Tilboð
Fasteignamat 34.750.000 Kr.
Brunabótamat 65.300.000 Kr.
Byggingarár 1955

Lýsing


ALLT FASTEIGNIR, Eldey Vestmannaeyjum, Goðahrauni 1 – SÍMI 481-1313 KYNNA Ásaveg 16 í Vestmannaeyjum.   Upplýsingar gefur Dísa Kjartansdóttir í síma 861-8901 disa@alltfasteignir.is 
Lýsing: 
Eigendur eru tilbúnir að skoða öll tilboð, skipti og einnig eru eigendur tilbúnir að skipta eigninni upp í tvær eignir, efri hæð og ris og svo kjallara og selja húsið í tvennu lagi.  Einnig kemur til greina að eigendur haldi eftir neðri hæðinni og selji bara miðhæðina og risið. 

Um er að stórt, fallegt og reisulegt einbýlishús á þremur hæðum.  Þetta er frábært fjölskylduhús með mikla möguleika við afar fjölskylduvæna einstefnugötu.  Leikskólinn Sóli er hinum megin við götuna, gatan er skjólsæl og afar stutt frá miðbænum.  Skv. fasteignamati er eignin samtals 273,9 m2, þar af er íbúð 244,9 og bílskúr 29,0 m2.  Húsið er steypt og var það byggt árið 1955 en bílskúrinn 1975.  Íbúðin skiptist svo: íbúð í kjallara, 91,8m2, íbúð á hæð, 100m2 og ris 53,1m2.  Einnig er afar skemmtilegt sólhús út af stofu sem er ekki inní fermetrafjöldanum og þá er gólfflötur stærri, þar sem hluti af risi er undir súð.  Í heildina er um að ræða hús með 6 svefnherbergjum, 3 baðherbergjum.  Garðurinn sem fylgir þessari eign er sá allra fallegasti sem undirrituð hefur séð í Vestmannaeyjum og greinilega er gróðursældin með eindæmum á þessum stað.  
Miðhæð, aðalrými:
Anddyri/gangur með flísum á gólfi.  Fatahengi.  Útidyrahurð er úr gegnheilum við. 
Gestasalerni, nýuppgert, nett innrétting, flotað gólf.         
Þrjár stofur.  Setustofa með tveimur björtum gluggum út í garð.   Plastparket á gólfi.  Sjónvarpsstofa með útgangi út í sólhús sem vísar til suðurs.  Hægt er að ganga þaðan út í garð.  Borðstofa með tveimur gluggum og frábæru útsýni og plastparket á gólfi. 
Eldhús, nýuppgert.  Afar smekkleg grá innrétting með svörtum harðplast borðplötum.  Frábær vinnuaðstaða og tvöföld stærð af eyju.  Eldhúsið er mjög fjölskylduvænt og var það allt endurnýjað fyrir einu og hálfu ári.  Flísar eru á gólfi.  Hiti í gólfi. 
Hol:  Arinn er í holi sem tengir saman stofurnar og eldhúsið og nánast allt alrýmið.
Ris:
Gengið er upp stiga með upprunalegu handriði sem hefur verið gert einkar fallega og smekklega upp.  
Herbergi (1) Mjög rúmgott hjónaherbergi með mikið af skápum.  Herbergið er að litlum hluta undir súð og er þar góð geymsla.  Plastparket á gólfi. 
Herbergi (2) er gott barnaherbergi.  Plastparket á gólfi. 
Herbergi (3) er mjög rúmgott barnaherbergi.  Búið er að stækka það verulega.  Plastparket á gólfi. 
Snyrting:  Nýlegur skápur, flísalagt í hólf og gólf með upprunalegum sixties flísum.  Baðkar.  Gluggi þarfnast endurnýjunar. 
Kjallari: 
Gengið er úr eldhúsi niður í bílskúr og niðrí kjallara.  Einnig er hægt að ganga inní íbúðina inn um sérinngang að utan.
Bílskúr.  Ágætis bílskúr, með hita, rafmagni og vatni, bílskúrshurðaopnara og tengi fyrir þvottavél.
Anddyri:  flísar á gólfi.
Hol:  dúkur á gólfi.
Herbergi (4) Mjög rúmgott herbergi með plastparketi á gólfi. 
Herbergi (5) Rúmgott herbergi með plastparketi á gólfi
Herbergi (6) Rúmgott herbergi með plastparketi á gólfi. ( Áður eldhús og allar lagnir til staðar). 
Snyrting:  flísar á gólfi. 
Geymsla:  dúkur á gólfi.
Þvottahús:  Mjög rúmgott þvottahús með flísum á gólfi.  Stór sturtuklefi með nuddi. 
Geymsla:  heit geymsla fyrir innan þvottahús.
Geymsla:  köld geymsla inn af snyrtingu. 
Gólfefni á kjallara getur fylgt með. 
Garður:  Einn skjólsælasti og fallegasti garður sem ég hef séð í Vestmannaeyjum.  Mjög há tré, mikill gróður og vel ræktaður garður, með fallegum palli og aðgengi að sólhúsi gerir þetta að algjörri paradís. 
Útsýni: er frábært víða úr húsinu.   
Verð: Tilboð
 

Kort
Sölumaður

Arndís María Kjartansdóttir lfslöggiltur fasteignasali
Netfang: disa@alltfasteignir.is
Sími: 861-8901
Senda fyrirspurn vegna

Ásavegur 16


CAPTCHA code