Sólhlíð 6, Vestmannaeyjar

19.500.000 Kr.Tví/Þrí/Fjórbýli
157,1 m2
6 herbergja
Sameiginlegur
Herbergi 6
Stofur 2
Baðherbergi 1
Svefnherbergi 4
Ásett verð 19.500.000 Kr.
Fasteignamat 18.750.000 Kr.
Brunabótamat 42.500.000 Kr.
Byggingarár 1946

Lýsing


Allt fasteignir og Fasteignasalan Eldey, Goðahrauni 1, sími 481-1313 & 861-8901 kynna:  íbúð og ris að Sólhlíð 6, Vestmannaeyjum.  Eignin er 157,1 fm2 að stærð og skiptist í  tvær íbúðir, aðalíbúð sem er 101 fm2 og íbúð í risi sem er 33,3 fm2. og bílgeymslu sem er 22,8 fm2.  Íbúðin er því í raun tvær aðskildar íbúðir, íbúð á annarri hæð og svo risíbúð á þriðju hæð, sem er tilvalin til útleigu.  Sérinngangur er í íbúðirnar.    Eignin er í söluferli.   

Aðalhæð: 
Inngangur/Stigi: 
Gengið er inn um sameiginlegan inngang og upp stiga í íbúðina.  Stiginn er teppalagður, bjartur og breiður.  
Anddyri: rúmgott með flísum á gólfi.
Eldhús:  Mjög rúmgott eldhús með eldri innréttingu, flísar á milli innréttinga.  Plastparket á gólfum.  Bjartur og stór, nýlegur gluggi, frábært útsýni.   
Stofa og borðstofa:  Rúmgóðar og bjartar stofur, nýlegir gluggar.  Plastparket á gólfum.  
Snyrting:  Lítil innrétting.  Flísar á veggjum, sturta.   
Herbergi 1: Rúmgott svefnherbergi með lausum skápum.  Plastparket á gólfi.  Tveir nýlegir gluggar.
Herbergi 2: Herbergi með plastparketi á gólfum.  Nýlegur gluggi.  

Efri hæð/Ris:
Gangur/stigi: 
Í ganginum fyrir framan íbúðina er gengið út á litlar suðursvalir sem þarfnast lagfæringar.  
Á ganginum er stigi uppí risið, en þar er lítil íbúð, að hluta til undir súð, þannig að hún er stærri en fm2 gefa til kynna.
íbúðin gæti vel hentað til útleigu.    
Herbergi 1: Plastparket, hluti herbergis undir súð.  Nýlegur gluggi.  
Herbergi 2: Plastparket, hluti herbergis undir súð
Snyrting:  Rúmgott, flísar á gólfum.  Baðkar. Gamall gluggi, en nýr gluggi fylgir með, einungis eftir að setja hann í.

Kjallari:
Gengið er niðrí kjallarann úr sameiginlegum stigagangi.  Þar eru þrjú sameiginleg rými, eitt er notað fyrir þvottavél.  Rúmgóðar geymslur. 

Garður:  er gróinn og mjög stór. 

Bílgeymsla: þarfnast lagfæringar.   
 
Eignin er virkilega skemmtileg og býður uppá mikla möguleika.  Hún er einkar björt og útsýni er frábært úr flestum gluggum.  Einnig er íbúðin einkar vel staðsett og stutt frá miðbænum.  Allir gluggar eru nýlegir plastgluggar nema einn, sem eftir á að setja í, hann fylgir með.  Þar sem sér inngangur er í íbúðina á efstu hæðinni, þá gefur það mikla möguleika á útleigu. Eignin er á afar hagstæðu verði þar sem þak er orðið lélegt og þarfnast einhverra lagfæringa að utan.  Ennfremur fellur allur slíkur kostnaður skv. eignaskiptasamningi á báða eigendur eignarinnar.  
Verð: 19.500.000

Allar nánari upplýsingar veitir Dísa Kjartansdóttir, s: 481-1313 & 861-8901.  

Kort
Sölumaður

Arndís María Kjartansdóttir lfslöggiltur fasteignasali
Netfang: disa@alltfasteignir.is
Sími: 861-8901
Senda fyrirspurn vegna

Sólhlíð 6


CAPTCHA code